Já þessi örlitla breyting á þessu vel þekkta máltæki á sko vel við í mínu tilfelli. Þannig er nefnilega að fyrir örfáum dögum síðan kom í ljós að litli drengurinn minn er farinn að taka vel eftir og veit hvað er í gangi í kringum hann. Haldiði ekki að litli pjakkurinn hafi barasta einn morguninn algerlega neitað að fara á hjólið til að hjóla af stað til Lone. Ekki það að hann vildi ekki fara til Lone, nei það var sko langt frá því. Málið var nú bara það að í hans heimi þá er BANNAÐ að hjóla án þess að vera með hjálm, og hann ákvað þennan annars ágæta dag að byrja að skilja það að ALLIR eiga að hafa hjálm. Svo litli pjakkurinn, sem bæþíway er ekki orðinn 2 ára gamall, neitaði algerlega að fara með mömmu sinni á hjólið nema mamman setti upp hjólahjálminn, eins og reglur gera ráð fyrir, og þar sem ég er nú búin að eyða öllum þessum tíma að hamra það inn í höfuðið á honum að hann verði að hafa hjálminn þegar við förum á hjólið og löggumennirnir og allir verði reiðir ef þeir sjá hann hjóla hjálmlausann, þá gat ég að sjálfsögðu ekkert gert nema kingt stoltinu og sett upp fína skínandi rauða hjálminn minn, við annars fína svarta flauelispilsið og dökka jakkann, kom ægilega vel út í stílnum :o) En allavega, nú hjóla ég sem sagt útum alla Álaborg með rauðan glampandi hjálm á höfðinu ;o)
Ég ákvað nú samt að líta ekki á þetta sem neitt diss á það hvernig ég stend mig í því að uppfylla öryggis- og gæðakröfur afburðarhjólamanna, heldur horfa stolt upp til himins og segja frekar við sjálfa mig ...MIKIÐ ROSALEGA ER HANN VEL UPP ALINN... ;o)
Héðan úr Álaborginni er annars allt fínt að frétta, veðráttan þannig að maður getur eiginlega ekki áttað sig á því hvort það sé vor, sumar eða haust. Dagatalið segir haust, hitinn á íslenskan mælikvarða segir hásumar og danski mælikvarðinn segir vor, farið að nálgast sumar. Því er ég aftur komin úr regngallanum og í stutta pilsið, hlýrabolinn og lágbotna skóna (með hjálminn í stingandi stíl við) og síhjólandi, með 100 kg á bakinu, um í 25-28 stiga hita og glampandi sól. Sem betur fer á þetta eitthvað að haldast næstu vikuna alla vega, þannig að á haustgrilli okkar DIFNara á laugardaginn ætti að verða glatt á hjalla yfir frábærum mat og góðu skapi.
Farin í rúmið, með rauða hjálminn enn á hausnum.
Ps. Ólöf hvað ertu að bralla? Frétti að þú hefðir farið til NY en hef ekki séð þig neitt inni á msn. Hvernig var með bloggið sem þú lofaðir þegar þú myndir flytja til USA? Ef þú Ólöf lest þetta, eða einhver veit e-mail hjá henni núna, endilega skella því á mig í mailnum, svo maður geti nú verið up to date í öllu sem er að gerast hjá þessarri reisustelpugrúppu okkar ;o)
12 september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ hæ ég er á lífi hérna í NY :)
Erum búin að vera á fullu að koma okkur fyrir en erum ekki enn komin með nettengingu. Erum að stela tengingu sem virkar bara stundum.
Við stefnum á að síðan verði komin í loftið í dag eða á morgun, fer eftir því hvort að nettengingin haldist:)
Ég sendi þér póst með nýja e-mail-inu mínu, slóðinni á síðuna og skype nafni á eftir:)
Skrifa ummæli