10 september 2006

Rosalega getur maður verið grænn

Það er alveg ótrúlegt, nú erum við búin að búa hérna í meira heldur en eitt ár (þá meina ég sko Næssundvej 78, ekki Danmörku) og við vorum að komast að því fyrst í dag að það er alveg GEGGJAÐUR staður hérna rétt hinum megin við Budumvej. Við erum alltaf að fara í einhverja hjólaleiðangra lengst í burtu til að fara í picknick með fínu nestistöskuna okkar, eða fara með hana í dýragarðinn eða Sohngårsholms garðinn. Á meðan er í einungis 2 mín. göngufjarlægð alveg frábært útivistarsvæði. Við svosem vissum af þessu svæði og höfum oft labbað þarna í dalnum um hjóla/göngugötuna á leið heim eða í einhverjum göngutúrnum. Svo áðan ákváðum við að fara með prinsinn í boltaleik með nýja fótboltann hans og fara í sleðabrekkuna sem við höfum oft séð þarna hinum megin. Svo svona til að stytta okkur leið förum við beinustu leið yfir Budumvej (sem Næssundvej stendur við) og komum að þessu svaka flotta túni. Þarna eru einhverjir merktir staurar og við skiljum ekki upp né niður í neinu, svo gönum við rétt upp brekkuna og þá barasta blasir við þvílíkt stórt og flott svæði með 20 af þessum staurum útum allt (þá meina ég sko útum allt og yfir svona kannski 500m langt svæði með skógi á milli og vatni og öllu). Þessir staurar eru semsagt þarna fyrir ákveðinn frispíleik sem virkar eitthvað svipað og golf. Komast í sem fæstum höggum á milli stauranna, c.a. 100-200 m á milli staura og mislangt, örugglega fyrir konur og karla. Vorum meira að segja svo heppin að sjá einn stóran hóp af fólki að leika sér í þessum leik og sáum þar þvílík frispíköst. Bein köst, ekki út til hliðar (sem hefði líka þá endað inni í skógi) kannski svona 80 - 120 m hvert kast. Mér varð nú hugsað til frispíhæfileika minna á ströndinni í vor, náði kannski að kasta 2 m fram fyrir mig og þá langt á ská, en oftast í hausinn á mér eða aftur fyrir mig ;o)
Allavega þetta var rosalega flott. Og þarna getum við sko farið í picknick eða með Kubb spilið okkar eða krokket eða bara name it......við eigum alveg örugglega eftir að eyða einhverjum helgunum í þessum skemmtielgheitum, fyrir utan það að þarna er náttlega aðal hverfis sleðabrekkan......svona þegar snjórinn kemur aftur. Dæmi um hversu góður septembermánuður er hjá okkur núna....við vorum að enda við að klára að borða úti undir berum og al-heiðskýrum himni, ég í pilsi og stuttermabol og á tánum í inniskónum...ekki slæmt það, enda 20 gráður á mælinum sem var í skugga í allan dag, og klukkan að verða sjö :o)

Well ætla að drífa mig með alltof þykku bókina mína út að lesa, hún er einungis 1166 blaðsíður og ég er komin í blaðsíðu 93 ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki bara þetta nýja Frisbiegolf sem þú rakst á þarna í garðinum? Það var eitthvað verið að tala um þetta hérna, ég man ekki hvort það var frétt eða eitthvað, mig grunar að þetta hafi verið rætt í "6 til sjö" þættinum á Skjá einum og einhver gaur hafi sett upp svona völl e-s staðar á Íslandi.
Ha, og segið svo að maður fylgist ekki með :P ?
Kv. Andrea.
P.S. Kíktu á MSN-ið mitt :)