14 september 2006

Úti að klappa rafalnum

Í dag fórum við Per ásamt Claus leiðbeinandanum okkar til Tjele til að hitta Energinet sem við vinnum verkefnið okkar þessa önnina fyrir, og klappa risa rafalnum sem við eigum að vinna með. Þessi rafall er hvorki meira né minna en eitt stykki 3 fasa, 160 MVA, 13 kV, 750 rpm rafall. Semsagt algert BJÚTÍ ;o)
Við fengum einnig að sjá fleiri spennandi hluti á staðnum og læt ég nokkrar flottar myndir fylgja. Ég verð nú að segja að ef að þetta er ekki nóg til að fá mann til að ELSKA háspennuna, þá veit ég ekki hvað er :o)


Ég og Claus komin á áfangastað



Ég, Claus og Jesper (sem sýndi okkur gripinn) að skoða þennan RISA stóra rafal (risa stóri grái klumpurinn hægra megin á myndinni)



Gripurinn frá öðru sjónarhorni



Við Claus, Jesper og Hans Abilgaard að skoða týristora sem eru notaðar til að breyta 230 kV DC í 230 kV AC. Takið endilega eftir stærðinni miðað við okkur, það sést einungis í neðsta hluta týristorana.



Týristorarnir í allri sinni dýrð


1 ummæli:

Lara Gudrun sagði...

Ég verð nú bara að segja... að þetta fær mig til að elska háspennuna... hhehhehe eða hvað?

Gaman að sjá að þú hafir það þrusu gott ... bið að heilsa familíunni.