08 september 2006

Brjálað að gera

Já það má segja að það sé brjálað að gera þessa dagana. T.d. erum við Per (við erum bara 2 í grúppu núna) bókuð í þrjá mismunandi hluti á sama tíma á miðvikudaginn næsta, fyrirlestrar allan daginn, fundur með verkefnisleiðbeinandanum og myndataka fyrir hönd verkfræðideildar í AAU fyrir einhverja auglýsingaheimasíðu fyrirtækja í Danmörku. Á fimmtudag förum við svo í heimsókn til Energinet í Tjele (töluvert sunnarlega á Jótlandi) útaf þessu verkefni sem það fyrirtæki bauð okkur að vinna fyrir sig í vetur og á mánudag eða föstudag fer ég til fyrirtækisins AET að kynna fyrir það niðurstöður úr verkefninu frá síðasta misseri. Þess á milli þarf ég að lesa 200 blaðsíðu og 5 greinar fyrir verkefnið sem við erum að byrja á og skrifa eitt stykki abstract og grein fyrir ráðstefnuna sem ég á að halda kynningu á í júní á næsta ári (Skilafrestur á abstract er eftir 22 daga). Svo það er víst enginn tími til að læra eða gera eitthvað af viti ;o)

Annars er ég búin að vera ægilega dugleg, allar myndirnar eru komnar í albúm og ég er á fullu á kvöldin að skrifa texta við myndirnar. Geggjað gaman að skoða myndir frá siglingunni og fleiru gömlu og góðu eins og vísindaferðum, sumartjaldútilegu VIRara, ættarmót Bæjarættar og fleira og fleira ;o)
Svo er ég líka á leiðinni til Þýskalands í lok október. Ætla að fara að skoða kjarnorkuver, vatnsorkuver og vindorkuver með nokkrum úr skólanum og verkfræðingafélagi Danmerkur, www.ida.dk Það verður örugglega alveg geggjað gaman.

Well best að koma sér að verki. Allir endilega velkomnir í myndashow og boðið í heimsókn (fargjald því miður ekki innifalið).

Engin ummæli: