26 ágúst 2006

Drukknuð í myndaflóði

Jæja veit, veit ég er alltof ódugleg að blogga.

Það er búið að vera brjálað að gera síðastliðnar 2 vikurnar. Tóta systir kom í heimsókn og við vorum rosalega duglegar að skoða okkur um og gera eitthvað skemmtilegt. Fórum meira að segja í 3 daga ferð til Svíþjóðar og nutum lífsins (þar sem ég fór einnig á bæjarrölt með Natalie litlu frænku). Fórum svo í gær og fyrradag á ströndina og böðuðum okkur í sól og sjó ;o) Alveg geggjað.

Nú er ég búin að vera að vinna í netframköllun aldarinnar. Ég er búin að senda inn og sækja hvorki meira né minna en 545 myndir og kostaði það ekki nema 264 DKK (eða c.a. 3000 ISK). Svo er ég að senda inn núna litlar 1500 myndir, fór einnig í gær með 11 filmur til að framkalla. Semsé ég er að framkalla árin 2003, 2004, 2005 og 2006. Mín dugleg ;o) Kláraði myndaalbúmin hérna niðri í Fötex, en þau taka ekki nema 1200 myndir svo ég þarf að fara á stúfana til að finna fleiri albúm. Jæja best að fara að græja staðinn, er búin að bjóða Írisi og co. í útigrillað íslenskt lambalæri í kvöld :o)

Unnur Stella myndaóða


Íris og Björgvin mætt á svæðið



Við Tóta að sigla um Hönö og Öckerö í Svíþjóð



Komin í Liseberg í Gautaborg

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir frábæran mat og félagsskap í gær :D

Nafnlaus sagði...

Já sammála þér með þessar myndir. Er einnig að reyna að bæta fyrir gamlar syndir, fékk 487 myndir sendar úr framköllun í Bretlandi í dag og það eru bara 6 mánuðir af þessu ári (og ég á eftir að framkalla alveg aftur til ársins 2003!). Síðan er ég að klippa hreyfimyndir núna, en það hefur enginn nennt að gera neitt við þessar hreyfimyndir þar til núna..
Kv. Andrea sem er líka að bæta fyrir gamlar syndir.