21 júní 2006

Styttist í lokin

Já nú styttist óðum í lok þessarar annar. Ekki nema 8 dagar í vörnina og jafnmargir þar til við Gunnar Máni förum í flug. Hinsvegar eru 9 dagar þar til aumingja Jóhann er búinn og 11 dagar þar til hann flýgur af stað til Íslands.

Ég er á fullu í undirbúningi fyrir vörnina og er búin að búa til glærurnar í power point fyrir fyrirlesturinn minn svo nú er bara að setjast niður og lesa fræðina bakvið það sem við notum, svo maður geti nú svarað einhverju af viti í sjálfu prófinu.

Annars er loksins aðeins farið að kólna, og má alveg segja að það hafi verið kærkomið. Hitinn núna er ekki nema 20-25 stig sem er mun betra en þessi endalausi hiti. Það kom líka hitaskúr í gær með þrumum og eldingum og svo mikilli rigningu að miðborg Álaborgar fór á kaf í vatn og það var foss af húsþakinu okkar. Það var líka ágætt þar sem allt grænt og gróandi í garðinum okkar var gjörsamlega að skrælna og drepast. Við Jóhann erum bæði búin að brenna og flagna og verða rauð og brún aftur, svo okkur finnst ágætt aðeins að losna við sólina. Svona sól og hiti er algjört æði þegar maður er í fríi, en næstum óþolandi þegar maður er að vinna sín daglegu störf og gera hitt og þetta. Ég ætlaði varla að geta hjólað útaf hita. Svo ég verð nú að segja að nú hef ég mun betri skilning á ciesta suður Evrópu landanna ;)

Jæja best að koma sér í lesturinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já trúðu mér, menning þeirra suðvestur landa er sko alls ekki svo vitlaus, eitthvað sem við ættum að taka okkur til fyrirmyndar :D