Síðustu dagana í fríinu mínu nýtti ég alveg út í það besta. Áfram geggjað veður (er reyndar rétt núna farið að kólna. Hitinn um 25 gráður, loksins). Á sunnudag fórum við í Aalborg friluftsbad hérna niðri í bæ og nutum alltof alltof mikils hita. Mér tókst að brenna all svaðalega á bakinu og Jói var í peysu allan tímann því hann brann svo illa á laugardeginum. Á mánudag vorum við heima og gerðum ekki neitt, nema liggja í leti og forðast sólina. Á þriðjudag fór GM aftur til Lone dagmömmu, Jóhann byrjaði að læra dönskuna sína og ég fór til Skagen með grúppunni minni. Það var brjálað fjör á Skagen. Við vorum með fullar töskur af öl, að dönskum sið, og lékum okkur á ströndinni með flugdreka og fleira. Skemmtum okkur alveg frábærlega vel. Fórum af stað með lestinni klukkan 07:09 um morguninn og vorum komin á Skagen um 9 um morguninn. Við löbbuðum 1000 km held ég næstum og settumst inn á milli til að sötra Carlsberg og Tuborg. Okkur tókst öllum að brenna frekar mikið (enda var hitastigið 32 gráður í skugga) og syntum í sjónum. Alveg ólýsanleg ferð, en set nokkrar myndir með ;o)

Litli kútur kominn í sjóinn

Illa brunnið bak

Thomas, Kim og Louise

Per

Uffe

Skál

Loks náðist ég á mynd

Per á HM

Mikill flugdrekaáhugi

Louise grafin lifandi og nær ekki í ölið
Louise og Uffe að synda
Allir orðnir svangir

Allir orðnir rauðir og bleikir eftir skemmtilegan dag
Engin ummæli:
Skrifa ummæli