30 apríl 2006

Bæjarráp í sumarsól

Það er búið að vera geggjað veður undanfarið. Fór svo að kólna í dag og var eiginlega bara skítkalt (ekki nema 10 stig). Við erum búin að taka garðinn í gegn (eigum bara eftir að slá) og komin með blóm í körfur utaná húsið að framan og í krukkur bæði að framan og á bakvið svo þetta er allt að verða alveg ægilega fínt. Gunnar Máni fær sandkassa á morgun svo hann verður með rólu, rennibraut og sandkassa í garðinum. Ætlum reyndar líka að kaupa busllaug fyrir hann og erum búin að kaupa svona bolta eins og eru í boltalandinu í Ikea. Þeir eru reyndar tímabundið núna í "fangelsinu" hans í stofunni en eiga að fara í uppblásnu busllaugina þegar hún kemur.

Við skruppum í bæinn í gær og fórum á alveg æðislega skemmtilegan útimarkað á Danmarksgade. Þar voru þeir að selja grænmeti og ávexti, fullt af blómum og svo var líka svona pínu ponsu flóamarkaður. Það er svo gaman að fara í bæinn og rölta og skoða þegar veðrið er svona gott. Enda nutum við þess út í ystu æsar og borðuðum utandyra á veitingastað og fengum okkur sitthvorn öllarann með (alveg nauðsynlegt að fá sér einn svoleiðis eða hvítvínsglas í svona sól og hita). Við vorum líka alveg ægilega dugleg að vera í bænum eiginlega allan daginn og versla bara nánast ekki neitt. Og Jóhann var enn duglegri á föstudaginn því þá fór hann með Jesper vini sínum alla leið til Árósa í Ikea þar sem Jesper verslaði heilt hús af húsgögnum og smádóti, en hann sjálfur keypti bara ekki nokkurn skapaðan hlut, enda vantar okkur svo sem ekkert.....
.....nema UPPÞVOTTAVÉL. Vá hvað okkur langar í uppþvottavél. Við höfum alltaf átt heima á Íslandi en ösnuðumst svo til að skilja hana eftir og þetta er bara ekki alveg að gera sig. Ég held ég viti bara ekkert leiðinlegra en að standa og vaska upp. Ef einhver á alveg fullt af peningum sem hann þarf að losna við þá væri uppþvottavél rosalega vel þegin :o) Við tökum svosem alveg líka bara við uppþvottavélinni sjálfri, þarf ekkert endilega að vera í formi peninga ;o)

Jæja nú eru ekki nema 30 dagar í skil svo best að koma sér að verki og reyna að hrista eitthvað sniðugt fram úr erminni.

Engin ummæli: