24 apríl 2006

Síðbúin páskakveðja

Gleðilega páska, gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn og allt það :o)

Ég veit ég veit, aðeins of sein með þetta. Það er bara búið að vera brjálað að gera hjá okkur á Næssundvej síðustu vikur. Mamma og pabbi komu í heimsókn og við þvældumst ÚT UM ALLT. Fórum meira að segja til Svíþjóðar. Svo var ég í prófi sem gekk vel og það var nú nóg að gera í lestri fyrir það.

En jæja, þetta byrjaði semsagt á því að mamma og pabbi komu á föstudaginn langa. Á laugardeginum fórum við í VERSLUNARLEIÐANGUR með stórum stöfum. Keyptum held ég alla Bilka. Byrjuðum á að rölta með þau um miðbæinn og sýna þeim Álaborgarhöllina og allar litlu göturnar niðri í bæ og að sjálfsögðu búðirnar líka. Það var ofsalega gaman að rölta þetta því það var líka svo gott veður, enda er sumarið komið hérna í Álaborginni. Svo fórum við í Bilka og keyptum allt sem okkur vantaði og meira til.

Á páskadag röltil ég með þau um skólasvæðið og þar sem svæðið er ágætlega stórt tók það litla 3 klukkutíma. Síðan í eftirmiðdaginn fórum við í ísbíltúr til Blokkhus. Fundum húsið sem við leigðum á ströndinni þar þegar ég var bara 2 ára gömul og keyptum okkur danskan ís og komum við á útsölu í þessari þvílíkit sætu litlu búð. Ég keypti rosa flottan kertastjaka fyrir 1 stórt kerti og sand og fleira með og mamma keypti sér risa stóran standkertastjaka með kristöllum og öllu.

Á annan í páskum voru þau heima í afslappelsi og ég fór í skólann í próflestur. Á þriðjudeginum fór ég svo í próf á meðan þau skruppu í bíltúr norður til Frederikshavn. Miðvikudeginum eyddum við í Árósum, röltum um bæinn og skoðuðum hús og í búðir. Miðbær Árósa er geggjað flottur. Hann er tvískiptur, gamli bærinn sem er rosalega kósí og flottur og svo nýji bærinn sem er byggður upp nákvæmlega eins og Strikið í Köben, gatan heitir meira að segja Strøget.

Á fimmtudaginn fórum við í svoldið ferðalag saman. Keyrðum í rétt tæplega klukkutíma norður í Frederikshavn og tókum hraðferjuna þaðan til Gautaborgar í Svíþjóð (tók c.a. 2 tíma). Fórum í mat til Sigurgeirs bróður hans pabba og Siggu konunnar hans. Það var ofsalega gaman og við fengum líka að hitta Isak, Elias og Elinu sem er barnabörnin þeirra (Börnin hennar Hlífar fyrir þá sem hana þekkja) og Gunnar Máni lék sér aðeins við þau. Svo kíktum við í stutt stopp heim til Rönku sykstur hans pabba og Johans mannsins hennar. Fyrir þá sem þau þekkja þá eru þau búin að taka íbúðina sína þvílíkt flott í gegn og breyta miklu og bæta. Natali og Filip voru því miður ekki heima en ég fékk að skoða myndir af litla prinsinum hans Filips sem á að skíra 7. maí næstkomandi.

Jæja þetta var sumsé smá samantekt af vikuheimsókninni frá mömmu og pabba. En þetta eru nú samt ekki allar fréttirnar. Því Íris og Björgvin eru búin að fá staðfest að þau fá húsið og munu því í sumar verða okkar næstu nágrannar og flytja í 8 skrefa fjarlægð frá okkur. Svo byrjaði litli apinn minn að príla uppúr rúminu sínu á föstudagskvöldið og slapp með naumindum frá alvarlegum áverkum þar sem mér tókst að grípa hann í fallinu. Svo við litla fjölskyldan eyddum sunnudeginum í að finna nýtt barnarúm fyrir hann (af junior stærð) og tókum því strætó út í Bilka og röltum þar um allar húsgagnaverslanirnar og lölluðum okkur áfram og yfir í næsta bæ sem heitir Svenstrup. Fundum þar nýtt rúm í Baby Sam, ekki amalegt það.

Jæja nú er ég víst búin að láta gamminn geysa of mikið svo ég ætla að lofa ykkur að fá smá frí frá lestrinum. Annars er aðeins farið að skírast hvenær við komum til Íslands og verður það líklega 28-30 júní og 7. eða 9. til 17. júlí. Í millitíðinni ætlum við að skella okkur til Grænlands.
Læt fylgja með eina mynd af okkur Gunnari Mána á ströndinni í Blokkhus

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ú gaman að skella sér á strönd:) Sæt mynd af ykkur mæðginum!!
Ég hélt annars að Gautaborg væri í Svíþjóð;)

Nafnlaus sagði...

Já vá, tókuð ferjuna frá Frederikshavn yfir til Gautaborgar í Þýskalandi? :D
Annaðhvort er ég ekki búinn að vera að fylgjast með fréttum og eitthvað svakalegt er búið að gerast í fyrrum Svíþjóð, eða þá að þú gerðir innsláttarvillu ástin mín :D

Unnur Stella sagði...

HAHAHAHAHAHAHA
já auðvitað er Gautaborg í Svíþjóð, eins og ég sagði í byrjun þá fórum við til Svíþjóðar. Ætli mig langi ekki bara svona rosalega mikið til að fara til Þýskalands fyrst ég hef skrifað þetta :o)