10 apríl 2006

Prófastúss og íbúðarval

Nú er enn ein helgin liðin,
það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Mér finnst bara næstum alltaf vera helgi.
Það er nú svosem ekki mikið búið að gerast hér á bæ síðustu daga. Ég fékk reyndar dekurkvöld á laugardagskvöldið. Jóhann nefnilega tók sig til og grillaði svínalund og grænmeti og bjó til sveppasósu og kartöflur og ég veit ekki hvað. Svo bakaði hann líka litlu syndina ljúfu sem eru svona litlar súkkulaðikökur sem eru fljótandi að innan og hann grillaði með því appelsíur og plómur. Alveg ægilega gott alltsaman og jafn óhollt :o) Litli guttinn fékk ekkert nema kjötbollur (sem hann reyndar elskar) og var svo sendur í rúmið þannig að foreldrarnir sátu einir að kræsingunum við kertaljós og hvítvínsglas.

Annars er ég bara búin að vera að læra á fullu. Er að fara í próf þriðjudaginn eftir páska og það verður ekki mikið lært um páskana þar sem mamma og pabbi eru að koma á föstudaginn og verða í viku. Það verður alveg geggjað að fá þau í heimsókn, hlakka óendanlega mikið til.

Gerðist reyndar eitt alveg meiriháttar skemmtilegt á fimmtudaginn. Íris og Björgvin fengu fyrsta íbúðartilboðið frá Himmerland hérna úti, og viti menn haldiði ekki að þau hafi fengið tilboð í húsið bara beint á móti okkur. Ekki amalegt það, ef það gengur upp þá geta þau alltaf fylgst með því hvort við séum að elda eitthvað spennó og droppað "óvart" í heimsókn á kvöldmatartíma ef þeim líkar vel við það sem er á boðstólnum ;o) Við eigum reyndar eftir að tékka á húsinu (sem er endaraðhús eins og okkar, bara á 3 hæðum og nokkrum fm stærra). Er búin að hringja í kallinn og fer vonandi bara á eftir að líta á þetta fyrir þau.

Jæja nú er víst að koma kvöldmatartími svo það er best að drífa sig í eldamennskuna og halda síðan áfram lestrinum í "optimal control".

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta var sko ekkert smá fyndið að húsið væri beint á móti ykkur. við ætlum að fjárfesta í góðum kíki og stilla honum upp svo við sjáum beint á grillið hjá ykkur. Við verðum ekki lengi að þjóta yfir til ykkar ef það er eitthvað girnó á því ;).

Nafnlaus sagði...

Hafðu það gott yfir páskana með pabba og mömmu í heimsókn :)
Kv. Andrea.