02 apríl 2006

Galakvöld og matarboð

Jæja það er nú búið að vera nóg að gera hjá okkur þessa helgina.
Á föstudagskvöldið vorum við bara heima í góðum fíling og nutum þess að vera öll þrjú saman. Á laugardaginn fórum við í bæinn til að fá dagslinsur fyrir mig og láta mæla í mér sjónina sem að sjálfsögðu er búin að versna enn meira og er mjög líklegt að aukning hausverkja stafi af því að gleraugun eru ekki nógu sterk. Á laugardagskvöldið fór ég á galakvöld með Áladívunum sem var alveg geggjað fjör.

Allavega á laugardagskvöldið var farið á kastalann Store Restrup Herregaard og borðað. Fyrst var farið í vínkjallarann í vínsmökkun og svo upp í sal sem við vorum með og borðað. Allar stelpurnar voru að sjálfsögðu þvílíkt flottar og í rosa góðu skapi. Eftir matinn og heilmikið spjall var haldið í Götuna og tjúttað aðeins og trallað á Hr. Nielsen.

Í dag var svo rosalega hlýtt og gott að ég kíkti í garðinn í morgun og skellti mér síðan með henni Öldu í Jysk til að undirbúa sumarið. Keypti eitt stykki grill og svo rúm fyrir mömmu og pabba sem eru að koma í heimsókn eftir tæpar 2 vikur. Þetta er svona uppblásanlegt gestarúm, ógó sniðugt. Allavega síðan komu Alda og Ingó í kvöldmat með hana Brynju Láru sína og við vígðum nýja fína grillið sem virkaði líka svona rosalega vel.

Á morgun byrjar svo stritið að nýju, enda er ég að deyja úr spenning það er svo gaman í skólanum núna. Ég og Per erum að berjast við að búa til lausn á vandamáli sem ekki hefur verið prófað fyrr nema með ákv. annmörkum og ætlum okkur að finna út úr því svo við verðum með eitthvað alveg glænýtt. Allavega ef einhver hefur áhuga þá ætla ég að skella ritgerðinni upp á heimasíðuna mína á morgun, það vantar að sjálfsögðu helling í hana þar sem við eigum ekki að skila fyrr en undir lok maí, en það bætist alltaf við.

Jæja best að koma sér í sófann fyrir framan imbann og slappa pínu af. Það fylgja með nokkrar myndir frá Galakvöldinu.


Vínsmökkunin hafin.



Forréturinn mættur á borðið



Selma og Alda.



Olga og Elva í góðum gír

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jeg var hjemme at drikke øl! Øl, øl, øl, øl, øl smagest best når man er alene hjemme!