20 febrúar 2006

Takk fyrir mig

Ég fékk heilmargar og skemmtilegar gjafir og kveðjur á afmælisdagin og vil bara nýta tækifærið til að segja eitt stórt takk ;o)

Annars er voða lítið að frétta núna. Nánast engir kúrsar í skólanum þessa vikuna vegna vetrarfrís og við nýtum því tækifærið til að vinna í verkefninu okkar. Ætlum að fara í heimsókn í Aalborg Energitechnic fyrirtækið sem kostar verkefnið á miðvikudagsmorgunin. Það verður eflaust mjög fróðlegt og skemmtilegt. Annars er ég alveg orðin frekar þreytt og langar í pínu frí. Var næstum að fara yfirum í dag mér leiddist svo og var ekki að nenna þessu. En sem betur fer er ég að komast yfir það og ætla að reyna að njóta morgundagsins :o)
Hlakka samt rosalega mikið til um helgina. Við erum nefnilega að fara til Köben á laugardagsmorgunin og ætlum ekki að koma aftur til baka fyrr en um miðnætti á sunnudagskvöldið. Ohhh.....hvað það verður æðislegt að komast pínulítið í annað umhverfi og komast ÚT að gera eitthvað. Við Jóhann verðum að fara að gera eitthvað í þessum barnapíumálum okkar svo við komumst nú í bíó eða eitthvað pínu frá, þó ekki væri nema 1 kvöld í mánuði.

Hérna er ennþá allt á kafi í snjó og ekkert bólar á vorinu. Ég vona samt að snjórinn hverfi bara á meðan við verðum í Köben og komi ekki neitt meir fyrr en í desember á þessu ári. Það væri ægilega notalegt. Hlakka til að fá sumar og sól þannig að maður geti farið að hjóla í pilsi í skólann og svona. Úff hvað það verður æðislegt.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta meira í bili. Búin að kvarta nóg og kveina :o)


Huggulegheit á laugardagskvöldi

Engin ummæli: