15 febrúar 2006

Blómvöndur og skemmtilegheit

Jæja það var nú meiri dagurinn í gær :o)

Haldiði ekki að þegar við Gunnar Máni komum hjólandi heim hafi beðið þessi risa stóri og flotti blómvöndur á tröppunum hjá okkur. Þegar ég fór að skoða það nánar kom í ljós að hann var sending frá mínum ástkæra eiginmanni í tilefni Valentínusardagsins ;o) Ægilega sætur við mig. Við sem höldum ekki einu sinni upp á daginn. Allavega þá var ég sko bara ánægð og glöð með að fá blóm ;o)

Annars er annar skemmtilegur dagur í dag þar sem ég er hundgömul í dag, alveg 26 ára gömul. Ég fékk vöfflur í morgunmat þegar ég vaknaði og svo fékk ég pakka frá mömmu og pabba og líka frá Jóhanni og Gunnari Mána, þannig að ekki byrjar það nú illa :o)

Ég bakaði líka kökur fyrir krakkana í skólanum, smá nördagrín þar sem við erum að hanna liðavernd í verkefninu okkar þá tók ég mig til og bakaði eina köku sem lítur út eins og yfirspennuliði og aðra köku sem lítur út eins og "differential"-liði. Vekur eflaust mikla lukku ;o)

Jæja best að koma sér að lærdómnum,
stxxxxx sex, ekkert stress og bless kex.

Valentínusarblómvöndurinn

Afmælis-liða-kökurnar

Afmælisgjöfin frá Gunnari Mána

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís og innilega til hamingju með daginn í dag :D. Hafðu það nú sem allra best í dag og láttu kallana þína stjana við þig. Svo verðum við að láta daginn líða og sjá hvort það komi lítill herramaður á afmælisdaginn þinn ;), ég á nú ekkert von á því eins og staðan er núna en aldrei að segja aldrei.

Bestu kveðjur, Íris og co

p.s. biðjum að heilsa strákunum

Sveinbjorg sagði...

Til hamingju me afmælið, það er víst töff að vera 26....

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið í gær!!
Ég er sammála Sveinbjörgu og ég tala af reynslu, það ER töff að vera 26 :)