07 október 2009

Afmælisveisla nr. 1 hjá Mána

Jæja þá er fyrstu afmælisveislunni lokið. Máninn minn fékk að halda afmælisveislu með allri fjölskyldunni á Íslandi í fyrsta skipti. Það mættu rúmlega 60 manns og var mikið fjör. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og fóru öll út að leika að kökuáti loknu. Afmælisprinsinn var himinlifandi með daginn og er nú á því að það eigi að halda afmælisveislu á Íslandi á hverju ári. Næsta veisla prinsins verður haldin á afmælisdaginn hans, sunnudaginn 18. október, fyrir vini hérna í Álaborg og þriðja veislan verður svo á mánudeginum 19. október, fyrir krakkana í leikskólanum.





1 ummæli:

Unknown sagði...

Það var greinilega gaman í afmælinu, því þegar við ætluðum að fara heim, þá harðneitaði Ásgeir Valur að fara því hann vildi vera lengur. Það tók örugglega heilar 15 mínútur að koma honum inn í bíl og þá tók við mikill grátur og gnístan tanna því hann vildi fá að vera lengur í þessu svaka skemmtilega afmæli :)
Kveðja Andrea og stubbarnir.