09 mars 2009

Heima er best

Jæja þá er maður kominn heim aftur eftir erfiða vinnuhelgi. Vann hvorki meira né minna en 37,5 tíma á tveimur dögum (laugardag-sunnudag).
Við fórum af stað klukkan 7 á laugardagsmorguninn til að hefja mælingar og komum loks inn á hótelið kl. 12 á miðnætti (17 tíma vinnudagur). Lögðum svo af stað aftur kl. 7 á sunnudagsmorguninn og vorum komin inn á hótel kl. 3:30 aðfaranótt mánudags (20,5 tíma vinnudagur).

Laugardagurinn gekk hægt í mælingum. Veðrið var alveg frábært en dagurinn fór að mestu í uppsetningu á mælitækjum og tengingum og svo að lokum á "synchronisering" á rafölum sem ég notaði, en ég notaði tvö gps tæki sem gáfu merki á nákvæmlega sama tíma (mældi muninn 1,5 mícrósekúndu) svo ég væri viss um að ég væri að mæla nákvæmt og með sama "trigger" í báðum endum kapalsins.

Sunnudagurinn byrjaði í úrhellisrigningu. Kapallinn er grafinn niður á akri, svo við vorum öll í sandi og mold og það skvampaði í öllu hjá okkur. En þegar leið á hádegið þá slotaði veðrinu og sólin kom fram svo við fengum þetta líka flotta veður. Þegar leið á kvöldið og nóttina og tunglið fór að skína, þá var svo heiðskírt að við þurftum varla að nota vinnuljósin því birtan frá tunglinu var svo sterk. Mælingarnar gengu mjög vel og er ég bara nokkuð sátt.

Nú er farið að styttast í annan endann á þessum mælingum mínum og brátt fer þessu að ljúka. Ég fæ all marga daga heima í þetta skiptið og fer ekki aftur af stað fyrr en eftir 2 vikur. Svo ég ætla að njóta þess að eyða tímanum með manninum mínum og prinsunum tveimur og reyna að hitta vin eða tvo ;o)

Þar að auki ætla ég að vera í fríi á morgun (já FRÍI). En þegar ég kom heim í dag, þá var búið að þrífa allt húsið, skúra skrúbba og bóna (ég er svooooo vel gift), svo ég þarf ekkert að gera á morgun NEMA BARA SLAPPA AF.

Jæja farin í háttinn og að knúsa karl.
Yfir og út frá Álaborginni

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku Unnur mín.
Ég þekki nú fáar konur sem eru duglegri en þú. :ú ert allgjörg SUPERKONA.
kveðja Inga frænka.

Unnur Stella sagði...

Hæ hæ,
ég þakka hrósið, en jafnréttissinninn ég verð samt að leggja pínu orð í belg núna ;o)

Það er ekkert vit í því að bera konur saman og svo karla saman eins og það sé einhver munur á því hvað konur gera/geta og hvað karlar gera/geta. Ég myndi aldrei í lífinu vilja fá yfirmannsstöðu eða þessháttar, bara vegna þess að ég er kona, eða að fólk sé alltaf að segja: Já hún er nú svo dugleg af konu að vera. Þetta er bara bull. Ég vil vera dæmd af verkum mínum til samanburðar við fólk (bæði kynin) og ekki til samanburðar við annað kynið, því allir eru jafnir og konur eru jafnvígar körlum á ÖLLUM sviðum. Alveg eins og karlar eru jafnvígir konum í heimilisverkum, barnauppeldi, leikskólastörfum, hjúkrunarstöðum og öðru þessháttar :o)

En takk aftur fyrir falleg orð Inga :o)
Knús og kossar til allra heima.

Bestu kveðjur frá frú jafnréttismanneskju

Nafnlaus sagði...

Elsku Unnur.
Þar sem ég er kona einsömul (sjálfstæð móðir) er mér bara orðin svo vön að tala bara um konur, því eins og þú veist er mikið af sjálfstæðum konum í minni fjölskyldu. En þú ert SUPERMANNESKJA OG JÓHANN OG STRÁKARNIR LÍKA.
Sendi knús og kossa til allra.
Inga frænka