05 mars 2009

Góðir gestir og Máni gefur mömmu sinni samviskubit

Um síðustu helgi var planið að fara út að djamma og skemmta sér með nokkrum íslenskum vinkonum. Það var þó ekki úr og í staðin fengum við góða gesti í nautasteik, súkkulaðisælu, spjall og allnokkrar vínflöskur. Ekki það að við gerum mikið af áfengisdrykkju (þeir sem þekkja okkur sem best vita að þessháttar hlutir gerast á ca. tveggja ára fresti þessa dagana). En okkur fjórum tókst nú samt að klára 13 bjórflöskur, 1 hvítvín, 1 rauðvín, hálfa portúgalska Portó flösku og slatta af passóa, geri aðrir betur :o)

Það fer ekki sögum af því hver var hressastur, en fyrsti bókstafurinn er Jóhann, þó svo báðir drengirnir hafi verið frekar mikið slappir og lasnir á sunnudagsmorgninum :o)

Við stúlkurnar erum mun meiri víkingar, þar sem við drukkum að minnsta kosti sama magn, og vorum báðar eldhressar daginn eftir. (Ég fór meira að segja út um 9 og tók útigeymsluna alveg í gegn).

En kvöldið var allavega frábært og við eigum örugglega eftir að endurtaka leikinn.

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna, þá tóks Mána mínum að gefa mér nett samviskubit í morgun (ekki það að ég sé ekki stanslaust að naga mig í handarbökin yfir því hveru miklum tíma ég ver í burtu frá drengjunum mínum). En þegar við Máni vorum á leiðinni í skólann í morgun á hjólinu, þá heyrist allt í einu í fallega prinsinum mínum:
"Mamma, eigum við einhverntíman eftir að fara að heimsækja ömmu og afa aftur?"

Mamma: "Já ástin mín auðvitað. Við reynum að hitta þau í sumar"

Máni: "En mamma ég sakna þeirra svo mikið" (Hann er nýbúinn að hafa ömmu Sigrúnu, sem gæti hafa verið kveikurinn af því að hann langi að hitta hin tvö líka).

Mamma: "Æji ástin mín, þú færð að hitta þau fljótlega"

Máni: "Mamma, þegar við erum svona lengi ekkert að heimsækja þau, þá fæ ég bara illt í magann"

Hvað getur maður sagt við svona. Það er ekkert að gera nema taka utan um litla barnið sitt og hugsa "hvað í #$#$%$# er ég að gera svona langt í burtu frá fjölskyldu barnanna minna". En vonandi er dvöl okkar hérna úti þess virði og vonandi munum við geta veitt drengjunum okkar allt sem þeir þarfnast og meira til með þessa menntun okkar í farteskinu.

Yfir og út frá Blákelduveginum


Ríkey og Haukur komu í mat á laugardagskvöldið. Það var mikið spjallað og hlegið, langt fram eftir nóttu

Ég að reyna að vera sniðug


Ríkey var sú eina sem var dugleg í spilunum



Ríkey var líka sniðug með hjálminn


Og auðvitað Haukur líka

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geggjaðar myndir. Takk fyrir frábært kvöld. Við reynum sko að gera þetta aftur.
R.