25 ágúst 2008

Vinnumyndir

Bara svona til að gefa áhugasömum smjörþefinn af því sem ég er að gera þessa dagana, þá eru hér örfáar myndir frá tilraunauppsetningu minni í tilraunastofunni.

Þetta er sumsé impúls-test, þar sem ég er að setja upp mini-útgáfu af impúls tilrauninni sem er áætluð í raunveruleikanum, á sunnudaginn kemur. (Ég er með aðrar tilraunir áætlaðar bæði föstudag og laugardag).

Hér að neðan má sjá uppstillinguna eins og hún leggur sig, en hún samanstendur af:
Sendi hluti kapals - 3 sveiflusjár til mælinga - 1 omicron til að framkalla tímamerki (ásamt gps tæki til að gefa réttan tímapúls)- 1 tölva til að keyra omicron - 1 impúls rafall

Viðtökuhluti kapals - 3 sveiflusjár til mælinga - 1 omicron til að framkalla tímamerki (ásamt gps tæki) - 1 tölva til að keyra omicron

og í báðum endum er heill hellingur af spennupróbum og straumpróbum ásamt mörgum kílómetrum af mælisnúrum.



Fyrir miðju á myndinni hér fyrir neðan er prufukapallinn minn (Rauður að lit). Í hinum raunverulegu mælingum mun ég nota þrjá 7 km langa kapla, einn fyrir hvern fasa

Á næstu mynd má sjá hluta af mæliniðurstöðum í sendienda kapals. En spennan sem ég sendi á einn fasann er 5000 Volt, á meðan hinir fasarnir eru ótengdir. Þrátt fyrir að þeir séu ótengdir, þá mælist bæði straumur og spenna í þeim vegna áhrifa frá spennutengda fasanum. Þessvegna fást mæliniðurstöður á öllum þremur fösum.

Síðasta myndin að þessu sinni sýnir svo mæliniðurstöður í viðtökuenda kapalsins. En hafa verður í huga að þegar hinar raunverulegu mælingar eru framkallaðar verður allt þetta í mun stærra sniði. Það mætti kannski kalla þessar tilraunir mínar einhverskonar líkanagerð (líkt og arkitektar smíða af byggingum sem þeir hanna). Líkönin mín taka bara aðeins meira pláss ;o)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Algjör sóun á tíma. Þetta verður orðið þráðlaust eftir nokkur ár :)

Nafnlaus sagði...

Ég segi nú bara það sama og frægur maður sagði hér áður fyrr, Já, sæll, eigum við eitthvað að ræða þetta!!Ég læt mér duga snúruna úr sjónvarpinu. Kveðja í Danaveldi

Nafnlaus sagði...

Þessi nafnlausa er sveitakonan á Snæfellsnesi.