26 maí 2008

Eurovision liðin.

Já það má með sanni segja að tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Nú er Maí senn á enda og enn skín sólin hérna hjá okkur í Danaveldi. Nú bíðum við bara eftir því að rigningarnar byrji, því Jóhann skilaði verkefninu sínu í morgun og ég er sjálf með árskvartal skil á morgun. Eins og flestir sem einhverntíman hafa setið á skólabekk vita, þá skín sólin alltaf í heiði á meðan allur tími fer í innanhússvinnu og lærdóm og svo um leið og skólastriti er lokið, þá tekur rigningin við.

Ég verð nú samt að segja að við erum vongóð um að fá einhverja sólarglætu þar sem spáin næstu daga er eftirfarandi:

Annars hefur nú aldeilis verið nóg að gera hjá okkur undanfarið, svona í félagslífinu líka. Jóhann ákvað að taka þátt í karnivali í fyrsta skipti og klæddi sig upp sem flughetja úr myndinni Top Gun. Hann var nú svo flottur, að það má með nærri segja að hann hafi verið jafnoki eins sem áður var á LISTANUM mínum (Friends aðdáendur, þið skiljið hvað ég á við), hans Tom Cruise. Þó það má með sanni segja að Jóhann standi leikaranum mörgum skrefum framar hvað varðar hæfileika og gáfur. Enda hefur sá hinn sami hrunið af listanum vegna einstaklega barnalegra yfirlýsinga og aðild að mjög svo lágkúrulegri hreyfingu að nafni Vísindakirkjan.
En hvað sem því öllu nú líður, þá var hann Jóhann minn alveg einstaklega flottur og er ég mjög glöð yfir að hann keypti búninginn sem nú er kyrfilega geymdur inni í skáp í hjónaherberginu ;o)

Laugardagskvöldið var sigurkvöld fyrir Íslendinga á svo marga vegu. Í fyrsta lagi, við komumst upp fyrir 20. sæti í Eurovision og í öðru lagi, við vorum líka ofar en 16. sæti. Þar fyrir utan þá enduðum við ofar heldur en bæði Danmörk, Svíþjóð og Finnland og er það vel af sér vikið. Hinsvegar verð ég að segja að ég hafi nú ekki verið neitt einstaklega hrifin af Rússneska laginu, en hvað veit ég óprúttinn svikari kostninganna sem notaði öll mín atkvæði í að kjósa íslenska lagið, og hefði gert það sama hvernig lagið sjálft væri. Svo ég held að með sjálfa mig og mína nánustu sem dæmi, það ætti að koma aftur með dómnefndir og hætta þessari símakostningu. .....En allavega, við héldum smá samkomu hérna heima hjá okkur sem hófst með léttu spjalli og grilli. Dóra kom yfir með Rafn Kristinn og svo komu sjónvarpslausu vinirnir okkar frá Fjellerad færandi hendi, hlaðin af hamborgurum og kjúkling. Svo það var aldeilis kátt á hjalla og eldri börnin (sem þó eru ekki nema 3 ára) fengu að vaka langt fram eftir og miklu lengur en þau sjálf gátu ;o)

Takk fyrir æðislegt kvöld, við verðum að endurtaka þetta aftur að ári.







5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega er hann flottur hann Jóhann Gunnar. Tom Crúsi hvað!!! Það er spurning hvernig Jóhann stendur sig i því að hoppa upp og niður í sófanum eins og Crusi gerði þegar að hann var svo ástfanginn.,
Kveðjur úr sveitinni

Nafnlaus sagði...

ó já það var stuð!(að venju) takk fyrir okkur ;)

kveðja, Dóra og Rafn Kristinn

Nafnlaus sagði...

Ég verð að segja það eins og er að ég vel alltaf Jóhann Gunnar í stað þið vitið hvern.Hann er flottur og miklu myndarlegri en ..... Flott eurovision party og góð barnapía þessi top gun gæi. Kveðja Þessi sem hatar þið vitið hvern.....

Nafnlaus sagði...

Humm, hvar fær maður svona flottan búning? Kallinn minn á sko afmæli eftir 2 mánuði........ blink, blink!

Ég var ekkert sérlega hrifinn af rússneska laginu en það var skást af þeim sem voru í topp 3. Gríska lagið var hörmung. Mér fannst albanska lagið flottast svo Azerbatjan eða hvað það nú heitir og Armenía. Mér fannst Norðurlandalögin mun flottari heldur en lög hjá Vestur-Evrópu, en ég var bara alls ekki að fíla lögin hjá löndunum fjórum sem komast alltaf í úrslitin. Serbneska lagið var nokkuð flott.

Mér fannst danska lagið alltaf verða betra og betra með hverri hlustun og hélt að það kæmist lengra. En ég var ánægð með að Ísland var fyrir ofan Svíþjóð.
Kveðja Andrea og co.

Nafnlaus sagði...

Sko hann Jóhann er miklu flottari og betri en tom kallinn. Hugsiði ykkur að verða alltaf barnalegri og barnalegri með árunum!
Við sáum eurovision með Charo sem hafði aldrei séð það áður og var mesta skemmtunin að giska á hvaða lönd gæfu hvort öðru stig og útskýra það fyrir henniog spyrja afhverju Israel er með í eurovision?
Jæja bestu kveðjur Inga frænka