11 febrúar 2008

Bæ bæ keppir

Já haldiði ekki að mín hafi bara verið gígadugleg í morgun. Dreif allt liðið framúr eldsnemma. Hafragrautur á línuna, lýsi og vítamín. Þeir tveir elstu sendir samana EINIR í bílnum á leik"skólana" sína og svo rölti ég með vagninn og HJÓLIÐ þau 20 skref sem eru niður á vöggustofu. ENnnnnnnn.....nú kemur það duglega. Ég HJÓLAÐI í skólann og svo aftur til baka eftir hádegið þegar ég sótti prinsinn.

Svo nú hefst vinnan við að losna við aukakílóin (úff ég vona að þau verði fljót að fjúka). En Dóra ég ætla að vera Teradugleg og reyna að komast með þér líka í fitness.....úúúúúú Skagen ferðin í ár verður flott. Ég var tíu tonna fíll síðast með spriklandi fótla inni í mallanum en í ár ætla ég að vera Pamela Anderson gella (-brjóstin þó). Vel Pamelu bjútí afþví ég er að vinna í aflitun á hárinu, er sirka jafnlítil og hún og með álíka mikið merkilegt í kollinum ;o)

See ya later kílós

Engin ummæli: