Jæja þá er maður loksins búin með sjálft Mastersverkefnið og lokavörnina :o)
Þetta tókst alveg bara bærilega. Allavega er ég enn á lífi og jafn þykk og feit sem áður (ekkert barn komið). Ég fékk lokaeinkunnina 11, sem svarar til 9,5-10 heima, svo ég er bara ágætlega sátt alveg.
Er samt langmest sátt við að vera loksins búin og geta farið að slappa af.
Við fengum bara fína gagnrýni og getum nú svosem ekki kvartað. Kennarinn okkar sagði að þetta væri besta ritgerð og besta verkefni sem hann hefði nokkurntíman lesið og séð og svo var lesin upp yfirlýsing sem kennari og sencor höfðu skrifað í sameiningu og á að birta í deildinni varðandi verkefnið og eitthvað þessháttar, allavega sátum við eins og fábjánar og gátum ekki annað en brosað. Þeir sögðu meðal annars að mesta syndin væri að ritgerðin væri leynileg (vegna gagna frá fyrirtækinu sem það er unnið fyrir) og ekki mætti birta hana því hún væri svo góð. Og svo er búið að bjóða okkur að skrifa 2 greinar fyrir IEEE upp úr verkefninu sem við byrjum að huga að eftir sumarfrí.
EN fyrst er að halda frí, enda hefur þessi önn einkennst af ansi mikilli vinnu og miklu erfiði svo komin tími til að setjast aðeins niður, draga djúpt andann og fara að hlýða læknum og hjúkrunarfólki og slaka örlítið á.
Svo nú segi ég góðir hálsar, gleðileg jól, gleðilega páska og gott sumar.
Yfir og út í bili frá
frú Master Of Science Engineer in Electrical Power Systems and High Voltage Technology
19 júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Til lukku skvísa - en glæsilegt hjá þér - frábært að fá 11!!!!! Rosadugleg....
kv Gréta Rún
Flott er!!!
Til lukku með þetta!
kv. Dísa
Vá, en frábært. Æðislegt einkunn sem þið fenguð og endilega njóttu þess nú að slappa af, þú átt það svo sannarlega skilið. Það styttist óðum í að við komum og kíkjum á ykkur, ég hlakka ekkert smá til.
Kv. Andrea
Til hamingju. Ekkert smá góður árangur. Njóttu þess að slappa af næstu daga og safna kröftum fyrir komandi átök:)
Alltaf vissi ég nú að hún Unnur mín gæti þetta :D
Hún er alger snillingur þótt hún vilji nú ekki viðurkenna það sjálf.
kv. Jóhann Gunnar, master of anomalistic cogitation.
Innilega til hamingju, frábær árangur hjá þér ;) Nú er bara að njóta sumarsins og þess að vera í fríi svona áður en krílið lætur sjá sig :)
Bestu kveðjur úr næstu götu
Til hamingju "litla systir" við hér heima erum öll rosalega stolt af þér. Farðu vel með þig og segðu Jóa að vera duglegum að stjana við þig svo þú verðir úthvíld fyrir næstu törn.
Kær kveðja,
Erla
Til hamingju með að vera búin og Flott einkunn! Sættir maður sig nokkuð við minna, komin þetta langt ;)
Kveðjur frá Íslandi,
Magga og Hrafnkell
Til hamingju sæta spæta :)
Skrifa ummæli