14 febrúar 2007

Fastelavn er mitt navn

Já nú styttist í fastelavn hérna hjá okkur í Danaveldinu. Upphitun fyrir herlegheitin er nú þegar farin af stað og höfum við hérna á Næssundvej 78 t.d. nú þegar prófað tvær mismunandi tegundir fastelavnbolla úr bakaríinu :o)
Þeir sem ekki muna eftir dönskukennslunni í grunnskóla þá getið þið ímyndað ykkur blöndu af öskudegi, bolludegi og halloween, sett það saman í einn dag og staðsett hann í vikunni fyrir okkar bolludag :o) Nema hérna er söngglöðum börnum ekki einungis gefið gotterí, heldur peninga í baukinn. Ekki slæmur díll það ;o)


Annars hélt litli prinsinn minn upp á fastelavn í dag í legestuen og fékk að vera í ljónabúning. Í fyrra var hann í fótboltabúning svo nú varð hann að fá eitthvað nýtt. Við erum svo að hugsa um að skjótast í bæinn á laugardaginn með hann uppdressaðann og kannski versla eina síðbúna afmælisgjöf eða svo til handa eiginmanni mínum. Orsakir þessarar frekar mikið síðbúnu afmælisgjafar er útivistarleysi. Ég hef barasta ekki komist í búð eða bæinn síðan fyrir jól eða svo. Fyrst nóg að gera í skólanum, svo farið til Íslands og loks búin að liggja í pest síðan við komum aftur út. En nú verður breyting þar á. Ætlum að skjótast í bæinn og storcenter og gera okkur glaðan dag ;o) Svo ætlum við að ljúka deginum með því að fá pössun fyrir drenginn og skreppa í góðan mat, spil og góðgæti hjá þeim hinum megin við sandkassann, svo lengi sem heilsan þar á bæ leyfir, hún er því miður ekki búin að vera sú besta hjá þeim síðustu daga.


Anyways, nóg að gera. 20v sónar í næstu viku svo kannski segi ég eitthvað skemmtilegt þegar því er lokið.

See ya all ;o)

Músarlegt ljón

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég hlýt að vera hrikaleg mamma, Ásgeir Valur verður í sama grímubúningi og í fyrra og ekki keyptur nýr (Latibær er víst ennþá vinsæll auk þess sem hann man ekkert eftir því að hafa verið Íþróttaálfurinn í fyrra).

Það voru allir búningar sem fengust í búðunum vel stórir á Ásgeir þannig að íþróttaálfurinn var keyptur og síðan bara styttur (þ.e. bara rétt með smá saumi þannig að hægt væri að nota hann seinna). Ég mátaði búninginn á hann í gær, og ég held að hann muni alveg passa í íþróttaálfinn að ári (það er alveg brot upp á 5-7 cm í skálmunum).

:)

Kv. Andrea.
P.s. ljónabúninurinn er ekkert smá sætur.

牛步千里 sagði...

Wow~~ very pretty kid..