06 febrúar 2007

Aftur í Danaveldi

Jæja þá er fríið búið og alvaran tekin við á ný.
Mér tókst að slappa vel af og sofa og sofa og sofa hjá mömmu og pabba. Fór ekki í neinar heimsóknir og kíkti í eina skoðun. Fékk loksins lyf við uppköstunum, svo nú er ég hætt þessu veseni á næturna og er bara í þessu á morgnana, rosalega mikill munur að geta sofið megnið af nóttunni ;o)
Mér tókst nú samt að næla mér í flensu og ligg því heima í rúmi núna (ósofin again, bara vegna hóstakasta núna) og er að lesa mér til fyrir verkefnið (er að glugga í bók með nafninu Power System State Estimation).

Allavega, þá var alveg æðislegt að komast í smá frí. Við vorum í dekri frá degi til dags og reynt að moka ofan í okkur mat og góðgæti. Ég fór ansi oft í pottinn hjá mömmu og pabba og lá í rúminu til 10 á morgnana. Tókst að klára bókina sem Sammi brói gaf okkur í jólagjöf, Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðardóttur og komst langt með fyrri bókina hennar Þriðja táknið sem mamma átti uppi í hillu hjá sér. Verst var þó hversu fáa ég náði að hitta afþví ég var bara heima í afslöppun, en ég átti víst ekki annarra kosta völ samkvæmt ljósunni (nema þá að leggjast inn sem ég var ekki alveg tilbúin að gera).
Við komum svo heim rétt um miðnætti á sunnudaginn og var alveg geggjað að Íris beib var búin að kveikja á öllum ofnum og svona fyrr um daginn svo það var líft í íbúðinni. Annars hefðum við að öllum líkindum frosið í hel við heimkomuna.

Well ætla að koma mér í lesturinn, ekki nema 279 blaðsíður sem þarf að klára fyrir mánudaginn, auk uppsetningar á latex fyrir ritgerðina sjálfa.

Smá lærdómur ef þið vissuð það ekki (ég er nefnilega svolítið sein að læra), maður á aldrei að ætla sér of mikið og ef manni líður illa, þá er best að fara til læknis þó svo maður hafi ekki tíma útaf skólanum. Þetta ætla ég að muna ef ég þori nokkru sinni á minni ævi að ganga í gegnum enn eina meðgöngu :o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úfffff það á sko að láta hafa fyrir sér. Vona að þú farir að ná heilsu fljótlega.

Vonandi verður líka ekki eins kalt hjá ykkur og er hér. Við erum akkúrat núna að frjósa úr kulda inni hjá okkur og 3 tímar í að kyndingin fari aftur í gang. Ekki alltaf gaman að búa í gömlu húsi.