26 september 2006

Tölvuhrakfarir dauðans

Púff, nú er ég sko búin að fá mig fullsadda af tölvuvandamálum. Ég var svo ægilega sniðug að kaupa mér þessa líka frábæru glænýju og RÁNDÝRU acer tölvu hjá Svar í fyrra. Kostaði mig rétt tæpar tvöhundruðþúsundkrónur, tölva með öllu. Ég var ekkert smá glöð og hrifin. Svo tókst litla gullinu mínu að hella örlitlu vatni yfir fartölvuna mína (þá var tölvan einungis 3 mánaða gömul). Tölvan sem er skráð með lyklaborð sem á að vera sérstaklega vökvaþolið fór í rúst og urðum við að hafa samband við Acer í Danmörku. Þar sem Danir hafa flestir vit á því að vera ekki að kaupa sér rusl eins og Acer, þá eru þeir ekki með þjónustu við tölvurnar hérna heldur verður að senda allt ruslið niður eftir til Þýskalands. Þetta gerðum við og þurfti að skipta um bæði lyklaborð og móðurborð. Þar sem þetta var nú eiginlega okkar sök þá ákváðum við að það væri alveg sanngjarnt þó svo þeir neituðu að hafa þetta í ábyrgð og borguðum Acer í Þýskalandi litlar fjörtíuþúsundkrónur fyrir þessa viðgerð og sendingarkostnað fram og til baka. Þá var verðið á tölvunni semsagt komið upp í ríflega tvöhundruðþúsundkrónur. Allavega tölvan virkaði svona ágætlega eftir þetta, uppfyllti okkar kröfur og keyrði matlab og miktex, sem er basically það sem ég nota svona dags daglega.

Svo kom vor og blóm í haga, með brjáluðum lærdómi, skrifum á fullu og skiladegi á verkefni…..
Þá tók tölvan upp á því að byrja að frjósa í tíma og ótíma, slökkva á sér og restarta. Ægilega skemmtilegt þegar maður er um miðja nóttina fyrir skil, á síðustu stundu eins og alltaf, að skrifa lokaniðurstöður….og tölvan slekkur á sér….bíddu var ég búin að save-a eða ekki, nei víst ekki. Af því ég var að flýta mér og gleymdi að ég yrði að save-a latex fælinn minn á hálfrarmínútu fresti af því tölvan mín er með skap.
Allavega við komumst í gegnum skilin og tölvan kláraði sitt, með naumindum, en við ákváðum að bíða aðeins. Svo var farið til Íslands og þá virkaði tölvan AUÐVITAÐ eins og hún átti að gera. Þegar komið var aftur til DK byrjaði hún að vera verri og verri og endaði með því að við hringdum í Svar til að athuga hvað þetta gæti verið. Jújú, þetta er örugglega bara software bilun. Auðvitað vorum við svo blind að trúa því, þar sem við erum bæði jafn ánægð með hann Bill Gates okkar allra þá ákváðum við að hreinsa harða diskinn og setja allt upp aftur. Semsagt diskurinn tómur, enduruppsettningardiskarnir frá Acer teknir upp úr lokuðum hulstrunum og 3 dagar í skólastart. Hvað gerist þá, haldiði ekki að diskarnir, sem aldrei hafa verið notaðir eða fjarlægðir úr hulstrunum, séu svo rispaðir að það er ekki hægt að setja þá upp. Við eigum auðvitað ekki fullt keypt windows heldur bara keypta uppfærslu, svo við höfum samband við Svar, enn einu sinni til að athuga hvort þeir geti hent image af diskunum upp á ftp eða lokaða heimasíðu svo við getum sótt það. En nei, við verðum að fá þá til að brenna diskana og senda okkur og þurfum sjálf að borga brúsann. Heilar fimmþúsundkrónur með sendingarkostnaði. Púff, rosalega er þetta nú að verða dýr pakki…..Allavega diskarnir lenda í Álaborg ríflega viku eftir að skólinn er byrjaður og ég að reyna að notast við penna og blað og reiknivél, hvað er það eiginlega, tölvulaus heimur?????
Diskarnir beinustu leið í drifið og setja upp tölvuna….bang….ekkert gerist. HVAÐ NÚ!!!!!!!!!!!!!!!!! Jújú, tölvan vill ekkert setja upp og allt í hassi. Við aftur í símann við Svar, jú við verðum bara að fá tölvuna til að kíkja á hana. Púff, hvað tekur þetta nú langan tíma. Allavega tölvan í póst og til Svar. Við hringjum svo daglega næstu 2 vikurnar til að athuga með tölvuna og hvernig gengur. Jú þeir komust nú að því á endanum að harði diskurinn væri bilaður og skipta þurfi um RAM. Jú þar sem tölvan er nú bara ársgömul þá er ákveðið að þetta fellur undir ábyrgð og þeir senda tölvuna svo til baka okkur að kostnaðarlausu, shjitt eins gott maður.
Jæja við fáum tölvuna loks, uppsetta, og nú er búið á einu ári að skipta um harðan disk, RAM, móðurborðið og lyklaborðið. Ekkert nema skjárinn og umgjörðin upprunaleg. Tölvan kom semsagt loks í síðustu viku, þegar 4 vikur eru liðnar af skólanum og ég að verða ANSI desperat yfir tölvuleysi. Svo að sjálfsögðu, einungis 3 dögum eftir að ég fékk tölvuna nýja og endurnærða, þá byrjar hún á sama bullinu. Slekkur á sér, kveikir á sér þegar henni sjálfri hentar og frýs ALLTAF þegar mér liggur á að finna útúr einhverju.

Nú er ég semsagt komin með alveg nóg og er búin að vera síðan í gær að reyna að ná í þá í Svar en auðvitað er viðgerðarmaðurinn veikur og ekkert hægt að gera. Ég ætla að hringja á 5 mín fresti þangað til ég fæ þessa rusl tölvu endurgreidda svo ég geti keypt mér nýja hérna úti (gæti fengið sömu tölvu hérna fyrir undir eitthundraðþúsundkrónur). Og eitt er víst

ÉG KAUP ALDREI Í LÍFINU AFTUR ACER og vona að þú lesandi góður hafir lært af minni reynslu og gerir það ekki heldur.

Vona að þið deyið ekki úr leiðindum af að lesa þetta alltof langa blogg, en ég bara varð að deila raunum mínum með ykkur. Farin að handreikna með TexasInstrument TI89 titanium reiknivélinni minni, þar sem ég get ekki komist í mitt elskaða matlab :o)


Ein mynd af okkur mæðginum aðeins til að hressa mig við og gleyma $#!$%"$#%!#$ tölvunni

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff ekki gaman :S

Ég er einmitt að fara að kaupa mér tölvu og var búin að skoða Acer ásamt örðum. Er allavega búin að útiloka eina núna:)

Unnur Stella sagði...

ARRRRGGG,
nei og ég var að tala við Svar áðan og þeir geta ekkert gert og vilja að ég sendi tölvuna til baka, sem tekur ógeðslega langan tíma. Svo láta þeir við mann eins og ég hafi gert eitthvað og segja bara að tölvan hafi verið í lagi þegar þeir sendu hana frá sér. Eins og ég mundi reyna að skemma tölvuna mína svo ég gæti nú örugglega verið tölvulaus á versta tíma. Yea right

Nafnlaus sagði...

Já þetta er leiðindarmál. Ég hef samt bara góða reynslu af Acer, mín tölva hefur staðið sig og frænku minnar líka...það er alltaf eitt og eitt meingallað eintak sem einstaklega heppnir einstaklingar fá :S því miður

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvernig þetta er í Baunaveldi en við keyptum okkur Kaskótryggingu á innbúið okkar og viti menn, viku seinna hellti Ásgeir Valur Malti yfir lyklaborðið á fartölvunni okkar og hún var gjörsamlega í rúst. Tölvan var bara ársgömul og það rétt náðist að bjarga hluta af gögnunum (sem betur fer því allra nauðsynlegasta). Við hringdum í Sjóvá (þar sem þetta féll ekki undir ábyrgð - auðvitað) og við fengum nýja tölvu og þurftum bara að borga 16.000 kr fyrir. Auðvitað var nýja tölvan ekki alveg eins góð og sú gamla (passaði t.d. ekki í docstöðina okkar) en hún virkar allavega. Ég held að það sé nauðsyn að fá sér svona innbúskaskó, þegar maður er með lítinn óvita á heimilinu (eða hrakfallabálk eins og mig :P ). Ég á reyndar HP tölvu en það var ekki HP sem voru almennilegir, heldur Sjóvá.
Kv. Andrea.