10 ágúst 2006

Álaborgarlíf

Já já já ég veit, ekki búin að blogga ALLTOF lengi.
Allavega við komumst heil aftur til Danaveldis og erum búin að vera að njóta lífsins hérna í sól og sumaryl. Fórum í sumarhús með mömmu hans Jóa, bróður hans, 2 systrum mömmu hans og syni annarrar þeirrar. Það var alveg geggjað. Hitinn 34stig+++ og við vorum að steikjast allan tíman. Svo keyptum við okkur hvolp. Sveinbjörg og Gummi komu í heimsókn og svo erum við búin að vera að mála hjá okkur eldhúsinnréttinguna. Semsagt nóg um að vera. Tóta systir kemur svo á laugardaginn og Íris og Björgvin mæta á svæðið á mánudag. Búin að sækja lyklana fyrir þau og allt lítur vel út :o)

Við fengum okkur OGGGUPONKUPÍNULÍTIÐ neðan í því með Sveinbjörgu og Gumma. Drukkum örugglega ekki 18 bjóra og 2 hvítvínsflöskur ;o) Allavega vorum við öll frekar gegnsæ daginn eftir að þau komu. Sérstaklega þar sem við búum öll í landi fjarri allri fjölskyldu og barnapíum, sem þýðir að við erum ekki neitt sérlega æfð í drykkjuleikjum síðan krakkarnir fæddust ;o) Það var rosalega gaman að fá þau og við fengum þau til að spila aðeins við okkur og skemmtum okkur konunglega

Jæja hef þetta ekki lengra í bili, lofa að láta ekki líða svona langt í næstu skrif. Hendi kannski inn myndum af innréttingunni þegar höldurnar verða komnar upp. Hún er geggjuð flott svona hvít, keyptum líka stálhöldur en vantar nýjar skrúfur ;o)

Annars hef ég sett heila gommu af myndum af þessu öllu inn á heimasíðu litla prinsins míns.


Stelpukvöld á Íslandi



Fyrra kvöldið með Svíunum okkar



Spilað úti seinni nóttina

Engin ummæli: