05 júní 2006

Sumarið er komið aftur

Nú er sko komið sumar aftur með sól í haga. 20 stiga hiti heiður himinn og frábært. Ég er búin að blása lofti í vindsængina úti í garði og matarborðið einnig komið út. Getur ekki verið betra. Sit úti og læri fyrir prófið á miðvikudag.

Annars fórum við Jóhann út á lífið á laugardagskvöldið. Hún Myrra passaði fyrir okkur og Jói fór með Adgangskursus út að borða og svo pínu fest og að lokum í bæinn (hann kom heim um kl. 6). Ég fór í 25 ára afmæli hjá Thomasi vini mínum og það var alveg geggjað. Eini útlendingurinn eins og vanalega, en frábært að djamma með þessum dönum. Sátum og þömbuðum Jagermeister til klukkan 3:30. En þá var ég búin að bíða í 2 klukkutíma eftir leigubílnum mínum.

Við Gunnar Máni nutum svo veðursins í dýragarðinum í gær á meðan Jóhann sat heima og lærði eðlisfræði ;o)

Læt sólarmyndir úr garðinum fylgja með.

Heiður himinn í garðinum okkar


Hádegisverður í sólinni


Svo er um að gera að njóta lífsins

Engin ummæli: