03 febrúar 2006

Ryksugan á fullu....

Neinei enginn tími í neitt svoleiðis. Gerist samt vonandi um helgina, svona áður en þetta fer að nálgast hættumörk hjá okkur ;o)

Annars er allt komið á flug aftur. Ég er byrjuð á fullu í skólanum aftur með alveg geggjað spennandi verkefni sem snýr að pura háspennu stýringu, motorstýringu, háspennukerfisverndun og fleiru og fleiru. Jóhann er byrjaður líka á fullu í háskólanum og er í skólanum bara alla daga frá 8 til hálffimm og Gunnar Máni er kominn enn á ný í fulla gæslu hjá henni Lone okkar. Semsagt nóg að gera á þessum bæ.

Fyrir áhugasama rafmagnsverkfræðinga og nema þá er verkefnið okkar í samvinnu við fyrirtæki sem heitir AET (Aalborg Energi Technik). Þeir eru búnir að búa til nýja dreifistöð í Austurríki, bænum Litz nákvæmlega, og eigum við að rannsaka og hanna liðavernd fyrir þessa dreifistöð. Reyndar er það ekki svo auðvelt því við ætlum að hanna líka stýringu á mótor sem þeir eru með þarna og svo ætlum við ekki bara að reikna liðaverndunargildi og kaupa svo kassa frá ABB heldur verður þetta mun meira spennó þar sem við ætlum að búa til verndina sjálf, alveg frá grunni. Við semsagt byrjum á að finna öll nauðsynleg verndunargildi fyrir hin og þessi "failure" sem geta komið upp (meðal annars líka í stator og rotor vindingum á mótornum) og svo ætlum við að forrita microcontroller til að stýra liðum sem við smíðum sjálf sem leysa út við mismunandi aðstæður. Við erum ekki alveg búin að ákveða gerðina á microcontrollernum en á síðustu önn notuðum við og forrituðum Texas Instruments microcontroller sem virkaði fínt, gat allavega stýrt SPMSM mótornum í bílnum okkar, svo ég hugsa að við notum bara dýrari og stærri útgáfu af þeirra tækni. Ægilega spennó allt saman, hlakka rosa mikið til.

Planið á morgun er samt að fara í bæinn og eyða peningunum sem Jóhann fékk í afmælisgjöf frá familíunni, hann ætlar að kaupa sér nýja þráðlausa mús, mp3 spilara og eitthvað fleira skemmtó. Ég fæ að fara í mjög langþráðan leiðangur í fatabúð (samt að sjálfsögðu fyrir mína eigin fjármuni) og kaupa mér eitthvað ægilega skemmtilegt (ekki veitir af) þar sem síðasta fitutakmarki er náð. Nú er bara næsta takmark, undir 50 kg og þá verður þetta orðið flott. Vonandi verður það komið fyrir vorið svo ég geti keypt mér bikiní og flottheit fyrir sumarið á dönsku ströndunum :o) Það ætti vonandi ekki að vera neitt óraunhæft, innan við annarrar handar tala :D

En svona fyrir áhugasama lágspennu og fjarskiptaverkfræðinema þá langar mig svona að segja ykkur í lokin að við vorum að leika okkur að ganni með nokkra 100 kV spenna, 10000 pF þétta og háspennulínur og vorum að leika okkur að overlasta þetta til að sjá hversu mikið það þoldi áður en það sló út kerfinu ;o) Mikið gaman mikið fjör.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætlar þú að hverfa kerling!!
Þú mátt ekki fara undir 50 :S allt of lítið!!