06 júlí 2009

Fleiri fréttir frá Kanada

Fyrsta helgin okkar hér í Kanada hefur liðið í rólegheitum og góðu veðri. Ég er byrjuð á hlaupunum á fullu og er nú staðráðin í að taka þátt í hálfmaraþoni í Danmörku næsta vor, svo það er eins gott að vera duglegur :o)

Á laugardaginn sváfum við og kúrðum saman og fórum svo í bíltúr um bæinn og nágrenni Winnipeg í Manitoba. Ákváðum svo að gera okkur glaðan sunnudag og byrjuðum daginn á Pancake House. Fórum svo í dýragarðinn í frábærum garði hér í nágrenninu og nutum veðursins. Hitinn hérna er ca. 25 gráður, ekki skýhnoðri á himni. Frekar erfitt í hlaupunum á morgnana (hef samt farið um 8 til að vera á undan of miklum hita) en frábært á daginn þegar við erum á ferðinni.

Drengirnir eru mjög hressir og Gunnar Máni ótrúlegi er strax byrjaður að reyna við enskuna. Er sífellt að spyrja um hitt og þetta orð og prófar að heilsa fólki og þakka fyrir sig þegar það á við. Ég er alveg handviss um að það einfaldar tungumála aðlögun hans að hann hefur talað tvenn tungumál alveg frá byrjun. Við höfum líka ákveðið að setja hann í enskuskóla í vetur, þannig að vonandi ætti hann að vera nokkuð sleipur á 3 tungumálum næsta vor :o)
Jæja við reynum að vera dugleg að láta heyra í okkur og segja fréttir.
Yfir og út frá Winnipeg

Utan við Winnipeg

Laugardagskvöld var sushi kvöld











Máni myndasmiður

Engin ummæli: