23 mars 2009

Hvað er verið að bralla

Jæja er ekki kominn tími til að láta heyra aðeins í sér?
Það hefur nú svosem ekki mikið nýtt átt sér stað hérna hjá okkur. Brjálað að gera eins og venjulega og ég reyni að sauma og vesenast eitthvað með strákunum mínum þegar ég fæ smá frí. Ég er bý í ferðatösku og er með annan fótinn á suður jótlandi og hinn hérna á Blákelduveginum. Fékk heila viku í Álaborg og nýtti tímann í vinnu og sá svo um smá seminar í skólanum, fyrir doktorsnema. Bakaði meira að segja kökur fyrir það :o)

Í næstu viku er svo foreldrafundur hjá okkur í leikskólanum (fyrir alla foreldrana) þar sem ég mun halda smá ræðu um hvað við í stjórninni erum að gera og hvernig málin standa í verkefni sem við höfum tekið á okkur. Við erum nefnilega að innleiða heimagerðan mat í leikskólanum, svo börnin þurfi ekki lengur að koma með nesti en fái heimagerðan mat, sem búinn er til í eldhúsinu í leikskólanum. Planið er að starta þessu í janúar og það má alveg segja að þetta krefst ansi mikils undirbúnings og vinnu. En þetta er gaman og spennandi að fá að vera í formannstöðu þegar verið er að gera eitthvað svona róttækt :o)

Við fórum í síðustu viku og keyptum nýtt hjól fyrir hjólagarpinn okkar, enda löngu kominn tími til. Hann er svona líka alveg í skýjunum yfir þessu og hjólar daginn út og daginn inn og fram og til baka í leikskólann. Litli bróðirinn er alveg á því að hann eigi líka að fá svona fínt hjól og vill helst nota nýja hjólið hans Mána. Ætli við endum ekki bara með að kaupa svona jafnvægishjól fyrir Mumma (alvöru hjól, en án pedala).

Nú fer að styttast í fríið hjá okkur. Ég fer til Portúgal í næstu viku (í vinnuferð) og verð í 5 daga. Þegar ég kem heim (miðvikudagskvöldið fyrir páska) þá erum við öll komin í nokkra daga páskafrí og verður það notað í sælgætisát, útiveru, spil og sjónvarpsgláp :o)

Nú erum við líka loksins komin á fullt í Kanadaskipulagninguna. Ég fer til Japan líklega í lok maí, til að geta skoðað aðeins Kyoto, en ráðstefnan er í byrjun júní. Svo kem ég hingað til DK, stoppa í örfáa daga og fer svo með prinsana mína tvo til Íslands. Við skiljum pabbann einann eftir í Danaveldi svo hann fái nú einu sinni frið til þess að læra og vera í prófum. Planið er að stoppa á Íslandi í 2 vikur eða svo og fljúga til Toronto 30. júní. 1. júlí fáum við svo íbúðina í Manitoba afhenta og verðum við þar saman allan júlí og allan ágúst. Þá fara Jói og strákarnir (því Jói byrjar í skólanum 1. sept.) og ég verð áfram í vinnu í Kanada út september (sumsé, ein í heilan mánuð, enn og aftur). En ég ætla nú að reyna að vera ekki algerlega lokuð við tölvuskjáinn í júlí og ágúst og reyna að skoða mig aðeins um í Kanada með litlu familíunni minni :o)

Annars er ég að byrja að fá smá panik-stress. Er að byrja að átta mig á því að nú fer ég að verða fullorðin. Ég er að klára á næsta ári og get varla frestað því lengur hvað ég á að gera er verð ég stór. Djísús hvað þetta er erfiðasta ákvörðun lífs míns. Ég hef gjörsamlega ekki hugmynd um hvað ég á að gera eða hvar við eigum að vera. En þetta kemur víst allt í ljós í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.

Jæja best að halda áfram vinnunni.
Knús og kossar til allra ;o)
ps: Muna að kíkja inn á heimasíðu prinsanna til að sjá fullt af myndum af þeim bræðrum.


Stoltur hjólastrákur



Saumastofa Unnar Stellu

Heimasaumaður bolur á Mánaling



Heimasaumuð peysa á Mánaling


Heimabökuð kaka fyrir doktorsnemafélagið (þetta er logo-ið okkar í PAU=PhD Network of Aalborg University)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan mín.
Skemmtilegur pistill hjá þér.
Það verður yndislegt að sjá ykkur öll í sumar. Veistu að Icelandair tilkynnti um beint flug frá Íslandi til Seattle (stutt fyrir sunnan Vancouver), byrja 22. júlí og ætla að fljúga 4sinnum í viku, eru í sambandi við flugfélög þar vegna áfram flugs. Ekki víst að það sé dýrara/lengra frá Seattle til Manitopa heldur en frá Toronto til Manitopa. Vert skoðunar.
Ástarkveðjur til ykkar allra og góða ferð til Portugals.
Þinn pabbi

Nafnlaus sagði...

Heyrðu þið komið í heimsókn þegar þið komið á klakann í júní, er það ekki? Endilega að stefna á að leyfa strákunum að hittast aðeins.

Kveðja Andrea.

Ragnar Guðmundsson sagði...

Hæ litla systir.

Það er nóg að gera hjá þér eins og vanalega. Gaman að lesa um allt sem þú ert að bardúsa. Auðvitað hefði verið rosa gaman að fá ykkur hingað yfir til Skotlands, en það verður bara að bíða betri tíma að hitta ykkur. Enda hittum við ykkur í sumar á Íslandi. Panta hér með ykkur í grillveislu og pottinn í sumar á Lómatjörninni. Ohh, ég hlakka svo til að fá heita pottinn minn aftur. :-)

Góða skemmtun í Portúgal!

Raggi

Nafnlaus sagði...

hæ hæ
farin að bíða eftir ferðasögunni :)