12 júlí 2009

Sumar og sól í Kanada

Þá er önnu helgin okkar hér í Kanada upp runnin. Fyrsta heila vikan á enda og tíminn flýgur áfram. Þriðjudagurinn snérist um yngsta fjölskyldumeðliminn þar sem hann átti 2 ára afmæli. Drengirnir voru vaktir með amerískum pönnukökum, hlynsírópi, súkkulaðitertu og blöðrum. Svo fór mamman í vinnuna en drengirnir þrír vörðu deginum á leiksvæði í garði einum hér rétt við okkur. Fimmtudag var svo fyrsta alvöru rigningin, þrumuveður með stormi. Sjónvarpið datt út á tímabili hérna heima og internetið í vinnunni. Það sló niður eldingu og kviknaði í hér í nágrenninu, svo Jóhann og drengirnir sáu fullt af slökkvibílum. Föstudagurinn var svo afskaplega fallegur og skruppu drengirnir í krókódíla dýragarð á meðan ég var í vinnunni og svo skruppum við öll saman í Asibione garðinn eftir vinnu. Um kvöldið var svo "quality" föstudagskvöld með frumburðinum þar sem við horfðum á Toy Story 2 saman eftir að Mummi var sofnaður. Mánalingurinn hefur séð þessa mynd áður og sagði okkur reglulega hvað væri næst á döfinni, svona til að vera viss um að við gætum fylgst almennilega með. Í dag höfum við eytt tímanum í enn öðrum garðinum þar sem eru sundlaugar og fengu prinsarnir okkar að busla að vild og leika heilmikið. Mánalingur hefur tekið enn meiri framförum í enskunni og er alls ekki feiminn við að tala við hina krakkana, þó svo hann skilji ekki alltaf. Eftir að hann hafði prófað bæði íslensku og dönsku á einn strákinn í lauginni, sem var með vatnsbyssu, þá kom hann hlaupandi glaður og sagði mamma hvernig segir maður má ég prófa á ensku. Og mamma ég gat sagt þeim hvað ég heiti. Það er bara ég name Gunnar. Eftir að ég hafði sagt honum hvernig hann gæti beðið um að prófa hljóp hann út í aftur og sagði hátt og snjallt can I please try også? og you prøve ball. Svo var strákurinn með boltann, Máni með vatnsbyssuna og allir hæstánægðir ;o)

Við erum auðvitað alveg ofsalega stollt af litla snillanum okkar.
Mummalingur er nú líka farinn að sýna snillahliðar. En í gærkvöldi vorum við að telja bitana fyrir hann Mána og þegar við vorum komin upp í fimm heyrðist allt í einu í þeim stutta: sess, sjö, átta, níííu og tíííu. Svo án þess að við vissum af, þá kann hann nú að telja upp í 10. Það hefur nú líka verið þannig með litla örverpið okkar að hann hefur aldrei verið að sýna sig fyrr en hann kann hlutina alveg. Hann var ekkert að tala fyrr en hann gat talað í heilum setningum og ekkert að sýna hvað hann kann eftir pöntunum heldur bara eftir hans hentisemi. Þeir bræður hafa t.d. verið að horfa á Skoppu og Skrítlu og nú situr Mummalingur oft í aftursætinu á bílnum og syngur sönginn um fingurna fyrir sjálfann sig. Ef við biðjum hann um að syngja fyrir okkur þá hættir hann. Nema í dag, þá kunni hann greinilega sönginn alveg og söng hann fyrir okkur og sýndi okkur fingurhreyfingarnar með. Algjör rúsínukarl.
Jæja við litla fjölskyldan biðjum að heilsa öllum heima á frónni.
knus og kram


Litli afmælisprinsinn

Mamma og Máni hjálpa prinsinum að blása á kertin tvö


Lítill súkkulaðikökustrákur



Máni apaköttur

Mummi farinn að príla eins og stóri bróðir

Verið að leika við útlensku krakkana

Góðir bræður að leika saman

Máni að lesa kvöldsögu og svæfa litla bróður sinn


Kominn í buslulaugina

Máni sundgarpur

Mamma kastar mæðinni eftir að hafa hlaupið 5 km

Risa drekafluga

Bless og góða helgi, á morgun ætlum við á ströndina :o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha, hló mikið af efstu myndinni, af mummanum. Klónuð útgáfa af Jóhanni Gunnari,og það ekkert smá. Knús til ykkar úti

Nafnlaus sagði...

Þetta eru sko snúllar sem þú átt. Gott að fyrsta vikan gekk svona vel.

Hafið það sem allra best.

Kveðja Andrea og co.