Héðan frá Danaveldi er allt það fínasta að frétta. Árið hjá okkur byrjaði með smávegis snjó. Svo kom mikið frost (8 gráðu frost í tvo daga). Þar á eftir kom aftur smá snjór en í dag er bara blautt og leiðinlegt.
Fyrsta vinnuvikan eftir langt jólafrí hefur lagst á okkur af fullum þunga. Heil vinnuvika eftir 2vikna frí, ægilegt að þurfa að byrja að vera duglegur aftur, vakna á morgnana, klæða sig úr náttfötunum í fötin og svo það allra versta:hætta að borða allt nammið og drekka gosið.
Þetta hefur nú samt allt gengið eftir bestu óskum og eftir örfáa tíma höfum við öll lifað af þessa viku. Jóhann hefur nú líklega verið í mesta stressinu, en hann var í prófi á mánudaginn sem gekk bara nokkuð vel og svo er hann í prófi ákkúrat núna sem hann var svo stressaður fyrir að hann svaf varla nokkuð og var farinn í skólann klukkan 6 í morgun. Vona að það gangi betur en hann þorði sjálfur að vona og að hann geti lagt sig eftir prófið. Því í kvöld, morgun og á sunnudag erum við öll fjölskyldan saman í fríi (næsta próf, og jafnframt það síðasta, hjá honum er ekki fyrr en 16. janúar).
Ég er lagst á fullt í lestur og sit nú daginn út og daginn inn og les greinar og bækur og reyni að finna einhvern botn í þessi vandamál mín sem mér tekst alltaf að búa mér til (kann mér bara ekkert vandamálahóf). En það er allt saman mjög spennandi og gaman og er ég að lesa efni alveg aftur til 1870 takk fyrir (frá ÞARSÍÐUSTU öld) :o)
Drengirnir standa sig eins og hetjur í vinnunni sinni og Mummi heldur áfram að sjarma alla, börn og fullorðna, með knúsum sínum og keleríi. Hann er algjör knúsikarl og ef hann kemst upp í fangið á einhverjum (sem hann gerir oft því hann er með ómótstæðilegt augnaráð) þá vefur hann litlu höndunum sínum um hálsinn á þeim sama og breytir steini í smjör. Hann er líka farinn að tala SVO mikið og skilur næstum allt. Hann hermir allt upp sem maður segir og svo getur hann komið orði á næstum allt sem hann vill eða sér, sem dæmi:
bibi (fugl)
sisa (kisa)
atn (vatn)
mlk (blanda af mjólk og mælk)
gekka (drekka)
maaad (mad á dönsku)
matttt (matur á íslensku, mjög sterkt t hjá honum)
mamma
pabbi
Náni (Gunnar Máni)
Amma
Afa
ími (sími)
lala (tala)
hallo
bess (bless)
falell (farvel, bless á dönsku)
Ingid (Ingrid, fóstran hans á vöggustofunni)
mmmma (Emma, vinkona hans á vöggustofunni)
bíll
nanani (banani)
NAMMI (þetta kann hann MJÖG vel)
inn
út
leija (blanda af leika og lege)
klóttið (klósett)
kúka
issa (pissa)
Honum fannst þó merkilegast um daginn þegar ég benti á tunglið og sagði að þetta væri máninn. Hann hló og hló endalaust og benti til skiptis á Mána og tunglid og sagði Náninn Náninn.
....og svona gæti ég talið endalaust (enda talar hann endalaust). Þegar ég sagði mömmu frá því (og sýndi) hvernig hann talar non-stop allan daginn þá horfði hún bara á mig og spurði "og hvaðan heldurðu að hann fái það". Ég skildi ekkert í þessu skoti hennar og er viss um að stóru systkini mín skilji heldur ekkert í svona skotum á mig :o)
Duglegasti Máninn minn er orðinn alltof stór. Ég vildi óska að hann gæti bara verið litla barnið mitt alltaf hreint, en það er víst ekki hægt. Hann eeeeelskar að spila og ég get sko alveg montað mig af því að hann er langt á undan sínum aldri í spilaleikjum. Enda fékk ég að vita í leikskólanum í gær að hann fær alltaf að spila spilin fyrir stóru krakkana og vinnur þau oftast nær líka. Það er helst að þær fullorðnu vinni hann, en honum tekst nú samt ansi oft að vinna þær líka. Honum finnst líka afskaplega gaman að vinna, en er sem betur fer ekki tapsár. Allavega ekki í spilum. Það er allt í fínu þó hann tapi í spilum og sumum leikjum, en hann má ALLS ekki tapa í kapphlaupi. Ef hann tapar því, þá er sko voðinn vís. Svo er hann orðinn mjög duglegur með stafina og er alltaf að byrja að lesa meira og meira. Hann er kominn með mikinn áhuga á stöfum, lestri, skrift og reikning. Svo við reynum að sjálfsögðu að ýta undir þessa lærdómsfíkn hans og sitjum með honum í Glóa geimveru tölvuleiknum (íslenskur lærðu að lesa leikur), lesum stafrófsbækurnar, erum með stafrófið hengt á ísskápinn, teljum fram og til baka upp í 100 bæði á íslensku og dönsku og reiknum hvað eru margir dagar eftir í næsta laugardag ef við sofum svona marga daga og hvað eru margir bitar á disknum hans og disknum hans Mumma til samans (plús að hann á reikningsbók sem hann elskar að skrifa í).
Núna erum við familían byrjuð á nýrri sparnaðaráætlun og tökum við fullorðnu nú líka nesti í skólann eins og Máninn okkar. En til að spara enn frekar (og gera nestið aðeins meira homee), þá er ég farin að baka öll okkar brauð og stend nú í brauðbakstri annaðhvert kvöld. Það er svosem ágætt, því brauðbakstur er að mestu bara bið og meðan ég bíð eftir að brauðið hefist eða bakist þá get ég nýtt tímann í smá lestur og lærdóm, enda fer brauðbakstur fram eftir að prinsarnir eru farnir í rúmið. Til að reyna að losna við aukakílóin, þá er ég líka að byrja í ræktinni hérna í skólanum (Unifittness) og er nú búin að skrá mig á byrjendatíma og svo á tíma með sérfræðing til að fara í gegnum mataræðið og tækin með mér. Búa til svona persónulegt prógram. Þessu get ég tekið þátt í sem fríðindi af því ég er að vinna hérna í háskólanum. Enda verð ég núna að vera dugleg að losna við aukakílóin, þar sem ég var beðin um að vera ökumaður í keppni í Þýskalandi í maí og bíllinn á að keyra eins langt og hægt er. Það er ekki hægt að láta vinningslíkurnar minnka með því að vera yfir í vigtinni :o) (engar áhyggjur mamma, ég má alveg við því að missa smá og svo er líka lágmarksþyngd á ökumönnum. Við megum víst ekki vera undir 52kg).
Fyrsta vinnuvikan eftir langt jólafrí hefur lagst á okkur af fullum þunga. Heil vinnuvika eftir 2vikna frí, ægilegt að þurfa að byrja að vera duglegur aftur, vakna á morgnana, klæða sig úr náttfötunum í fötin og svo það allra versta:hætta að borða allt nammið og drekka gosið.
Þetta hefur nú samt allt gengið eftir bestu óskum og eftir örfáa tíma höfum við öll lifað af þessa viku. Jóhann hefur nú líklega verið í mesta stressinu, en hann var í prófi á mánudaginn sem gekk bara nokkuð vel og svo er hann í prófi ákkúrat núna sem hann var svo stressaður fyrir að hann svaf varla nokkuð og var farinn í skólann klukkan 6 í morgun. Vona að það gangi betur en hann þorði sjálfur að vona og að hann geti lagt sig eftir prófið. Því í kvöld, morgun og á sunnudag erum við öll fjölskyldan saman í fríi (næsta próf, og jafnframt það síðasta, hjá honum er ekki fyrr en 16. janúar).
Ég er lagst á fullt í lestur og sit nú daginn út og daginn inn og les greinar og bækur og reyni að finna einhvern botn í þessi vandamál mín sem mér tekst alltaf að búa mér til (kann mér bara ekkert vandamálahóf). En það er allt saman mjög spennandi og gaman og er ég að lesa efni alveg aftur til 1870 takk fyrir (frá ÞARSÍÐUSTU öld) :o)
Drengirnir standa sig eins og hetjur í vinnunni sinni og Mummi heldur áfram að sjarma alla, börn og fullorðna, með knúsum sínum og keleríi. Hann er algjör knúsikarl og ef hann kemst upp í fangið á einhverjum (sem hann gerir oft því hann er með ómótstæðilegt augnaráð) þá vefur hann litlu höndunum sínum um hálsinn á þeim sama og breytir steini í smjör. Hann er líka farinn að tala SVO mikið og skilur næstum allt. Hann hermir allt upp sem maður segir og svo getur hann komið orði á næstum allt sem hann vill eða sér, sem dæmi:
bibi (fugl)
sisa (kisa)
atn (vatn)
mlk (blanda af mjólk og mælk)
gekka (drekka)
maaad (mad á dönsku)
matttt (matur á íslensku, mjög sterkt t hjá honum)
mamma
pabbi
Náni (Gunnar Máni)
Amma
Afa
ími (sími)
lala (tala)
hallo
bess (bless)
falell (farvel, bless á dönsku)
Ingid (Ingrid, fóstran hans á vöggustofunni)
mmmma (Emma, vinkona hans á vöggustofunni)
bíll
nanani (banani)
NAMMI (þetta kann hann MJÖG vel)
inn
út
leija (blanda af leika og lege)
klóttið (klósett)
kúka
issa (pissa)
Honum fannst þó merkilegast um daginn þegar ég benti á tunglið og sagði að þetta væri máninn. Hann hló og hló endalaust og benti til skiptis á Mána og tunglid og sagði Náninn Náninn.
....og svona gæti ég talið endalaust (enda talar hann endalaust). Þegar ég sagði mömmu frá því (og sýndi) hvernig hann talar non-stop allan daginn þá horfði hún bara á mig og spurði "og hvaðan heldurðu að hann fái það". Ég skildi ekkert í þessu skoti hennar og er viss um að stóru systkini mín skilji heldur ekkert í svona skotum á mig :o)
Duglegasti Máninn minn er orðinn alltof stór. Ég vildi óska að hann gæti bara verið litla barnið mitt alltaf hreint, en það er víst ekki hægt. Hann eeeeelskar að spila og ég get sko alveg montað mig af því að hann er langt á undan sínum aldri í spilaleikjum. Enda fékk ég að vita í leikskólanum í gær að hann fær alltaf að spila spilin fyrir stóru krakkana og vinnur þau oftast nær líka. Það er helst að þær fullorðnu vinni hann, en honum tekst nú samt ansi oft að vinna þær líka. Honum finnst líka afskaplega gaman að vinna, en er sem betur fer ekki tapsár. Allavega ekki í spilum. Það er allt í fínu þó hann tapi í spilum og sumum leikjum, en hann má ALLS ekki tapa í kapphlaupi. Ef hann tapar því, þá er sko voðinn vís. Svo er hann orðinn mjög duglegur með stafina og er alltaf að byrja að lesa meira og meira. Hann er kominn með mikinn áhuga á stöfum, lestri, skrift og reikning. Svo við reynum að sjálfsögðu að ýta undir þessa lærdómsfíkn hans og sitjum með honum í Glóa geimveru tölvuleiknum (íslenskur lærðu að lesa leikur), lesum stafrófsbækurnar, erum með stafrófið hengt á ísskápinn, teljum fram og til baka upp í 100 bæði á íslensku og dönsku og reiknum hvað eru margir dagar eftir í næsta laugardag ef við sofum svona marga daga og hvað eru margir bitar á disknum hans og disknum hans Mumma til samans (plús að hann á reikningsbók sem hann elskar að skrifa í).
Núna erum við familían byrjuð á nýrri sparnaðaráætlun og tökum við fullorðnu nú líka nesti í skólann eins og Máninn okkar. En til að spara enn frekar (og gera nestið aðeins meira homee), þá er ég farin að baka öll okkar brauð og stend nú í brauðbakstri annaðhvert kvöld. Það er svosem ágætt, því brauðbakstur er að mestu bara bið og meðan ég bíð eftir að brauðið hefist eða bakist þá get ég nýtt tímann í smá lestur og lærdóm, enda fer brauðbakstur fram eftir að prinsarnir eru farnir í rúmið. Til að reyna að losna við aukakílóin, þá er ég líka að byrja í ræktinni hérna í skólanum (Unifittness) og er nú búin að skrá mig á byrjendatíma og svo á tíma með sérfræðing til að fara í gegnum mataræðið og tækin með mér. Búa til svona persónulegt prógram. Þessu get ég tekið þátt í sem fríðindi af því ég er að vinna hérna í háskólanum. Enda verð ég núna að vera dugleg að losna við aukakílóin, þar sem ég var beðin um að vera ökumaður í keppni í Þýskalandi í maí og bíllinn á að keyra eins langt og hægt er. Það er ekki hægt að láta vinningslíkurnar minnka með því að vera yfir í vigtinni :o) (engar áhyggjur mamma, ég má alveg við því að missa smá og svo er líka lágmarksþyngd á ökumönnum. Við megum víst ekki vera undir 52kg).
Jæja, nú er komið nóg af þvaðri í bili. Ég reyni að vera dugleg og segja ykkur fréttir helgarinnar þegar helgin er liðin :o)
Knús og kossar til allra frá okkur í Álaborginni
1 ummæli:
Við vorum með vini okkar hér að spila í gærkvöldi. Söknum borðspilamenskunar með ykkur hér áður fyrr.
Kveðja,
Raggi
Skrifa ummæli