20 október 2009

Afmælisveisla #2 og #3 hjá Gunnari Mána

Á 5 ára afmælisdag prinsins buðum við nokkrum vinum og börnum þeirra í smávægilega veislu og fjör. Það var rosalega gaman og var prinsinn hæstánægður. Enda var hann með það á hreinu að hann yrði ekki 5 ára fyrr en hann fengi köku, það yrði sungið og hann fengi að blása á kertin :o)

Á mánudeginum var svo deildinni hans á leikskólanum boðið í veislu og leiki. Það fannst honum alveg frábært, enda ekki á hverjum degi sem maður fær að sýna vinum sínum hvar maður á heima og allt dótið sitt :o)



Mamman sveitt í bakstrinum


Afmælisprinsinn hress með morgunmatinn



Litli bróðir var líka ánægður með vöfflurnar


Mamman fékk líka að smakka eina vöfflu


Súkkulaðibræður


Afmælistertan var tjörn með öndum og krökkum að gefa öndunum brauð. Heimagert úr fondant




Mamman bakaði líka amerískar cupcakes



Allt að verða tilbúið fyrir afmælissönginn


Hulda og Mummalingur búin að koma sér vel fyrir

Glaður með afmælissönginn


Duglegur að blása á kertin

Eitthvað fyrir fullorðna fólkið

Mamman og Fríða flottar saman








Emilía sæta



Eiríkur og Halldór flottir saman




Mummi knapi


Reynir sæti

Heilmikið að gerast


Kærustuparið Máni og hulda


Þreytt og ánægð mæðgin að loknum löngum degi



Rúgbrauðs og grænmetiskarl fyrir leikskólakrakkana




Og önnur anda-tjarnakaka, fyrir leikskólabörnin

07 október 2009

Afmælisveisla nr. 1 hjá Mána

Jæja þá er fyrstu afmælisveislunni lokið. Máninn minn fékk að halda afmælisveislu með allri fjölskyldunni á Íslandi í fyrsta skipti. Það mættu rúmlega 60 manns og var mikið fjör. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og fóru öll út að leika að kökuáti loknu. Afmælisprinsinn var himinlifandi með daginn og er nú á því að það eigi að halda afmælisveislu á Íslandi á hverju ári. Næsta veisla prinsins verður haldin á afmælisdaginn hans, sunnudaginn 18. október, fyrir vini hérna í Álaborg og þriðja veislan verður svo á mánudeginum 19. október, fyrir krakkana í leikskólanum.





01 september 2009

Gönguferð um Mantario-Hiking trip in Mantario (see english version below)

Mantario leiðin er 65km löng gönguleið um Whiteshell náttúrusvæðið. Á þessu svæði eru 35 vötn (innan við 1.5km frá sjálfri gönguleiðinni) og svæðið er ólýsanlega fallegt. Gangan fer um þykkt skóglendi, mýrar, kletta og björg. Við fórum leiðina á 4 dögum og bárum því bakpoka með yfir 20kg hver. 2 tjöld, 2 gaseldavélar (litlar), svefnpoka, dýnur, fatnað og matvöru auk alls fyrstuhjálparbúnaðarins sem kom sér mjög vel þegar blöðrur og sárir fætur fóru að segja til sín. Þar fyrir utan, þá er þetta svæði fullt af villtum dýrum svo við þurftum að bera með okkur bjarnarspray og byssu með blysum til þess að fæla í burtu birni og úlfa sem gætu orðið á leið okkar. Í öllum búðum er að finna bjarnarbox sem eru læst stálbox ca. 1km frá búðunum. Þar er nauðsynlegt að geyma alla matvöru, sápuvöru, snyrtivöru, tannkrem og allt þessháttar því ekkert sem gefur frá sér matarlíka lykt má vera í tjöldum að næturlagi svo birnir komi ekki og ráðist á tjöldin. Salernisaðstaðan er stóll með gati ca. 600m frá búðunum og þvottaaðstaðan er sund í vatninu :o)
Mikilvægt var á göngunni að fylgjast vel með merkingum þar sem auðvelt er að týna slóðinni og týnast í þykkum skóginum. Á sama tíma verður að fylgjast með ummerkjum eftir hættuleg villt dýr, þar sem við viljum helst ekki mæta þeim á leiðinni.


Við vorum 5 sem gengum saman, Christine-Chantelle-Sam-Juan Carlos-Unnur Stella. Ferðafélgararnir voru frábærir og við náðum vel saman og spjölluðum mikið bæði á göngu og á kvöldin.

Dagur 1:
Lagt var af stað frá Winnipeg kl. 6 að morgni. Fyrir höndum var 2.5 kl akstur að norðurenda leiðarinnar. Þar skildum við eftir bílinn hans Sam og fórum öll í bílnum mínum sem leið lá, ríflega klukkutíma akstur að suðurendanum. Við skildum bílinn eftir við suðurendann og hófum gönguna um klukkan 11 að morgni föstudagsins 28. ágúst. Þennan fyrsta dag gengum við 19 km leið. Þessi leið var nokkuð góð þar sem hún var að mestu um þurrt skóglendi og minna um kletta og bjargir. Svo ekki var mikið um klifur þennan fyrsta dag. Á leiðinni sáum við mjög nýleg spor eftir 2 birni, einn stóran og einn lítinn. Þar að auki sáum við ummerki eftir úlf og dádýr. Við mættum þó engum dýrum öðrum en íkornum, fuglum og músum. Við gengum yfir nokkrar bjórstíflur og það má með sanni segja að þær eru alveg eins og í teiknimyndunum. Fyrstu búðir sem við gistum í voru við Marion lake. Þetta fyrsta kvöld voru allir þreyttir og eftir dýrindis kvöldverð sem samanstóð af pastasúpu og bökuðum baunum með bláberjamauk í eftirrétt fórum við að sofa. Einhverjir fóru í kvöldsund fyrir svefninn en aðrir létu sundið bíða morguns. Við mættum einni konu á leiðinni sem gafst upp og var að snúa við og svo einum hóp drengja í búðunum sem höfðu hafið gönguna snemma um morgunin og voru komnir í búðir rétt á undan okkur.


Dagur 2:
Ég og Chantelle fengum okkur sund í Marion lake í morgunsólinni. Það var frekar kalt í fyrstu en hressandi og frábært að geta aðeins baðað sig fyrir göngu dagsins. Að morgunverði loknum var öllu dótinu pakkað og haldið af stað á ný. Að þessu sinni var gangan stutt, ekki nema 14 km sem leið lá að Moosehead lake. Þennan daginn var gengið mun meira um björg og klappir og útsýnið alveg stórfenglegt. Þar sem gangan var mun styttri en fyrri daginn vorum við komin í búðir tvö löngu fyrir sólarlag og gátum notið kvöldkyrrðarinnar. Þegar sólin var í þann mund að setjast kom skógarbjörn að vatninu, svona ca. 600m frá okkur. Það var frábært að sjá björninn í öllu sínu veldi og hef ég aldrei áður séð villtan björn. Það er að segja sem ekki er í dýragarði. Á þessum tíma er björninn að reyna að borða eins mikið og hann getur og er því á ferli nánast allan sólarhringinn, því nú fer að styttast í að hann leggist í dvala. Hann er þó enn ekki byrjaður að nærast á grasi en það gerir hann í lokinn til þess að koma í veg fyrir hægðir á meðan hann liggur í dvala.




Dagur 3:
Þriðji dagurinn var sá erfiðasti þó hann væri ekki sá lengsti. Eftir morgunbaðið í Moosehead lake morgunmistrinu og morgunverð gengum við sem leið lá 16km að Ritchey lake. Þessi leið liggur mjög hátt og var því mikið um klifur með þungar byrðar á bakinu. Um skógana var mjög mikið um stór tré sem fallið höfðu á stíginn í óveðri í vor. Við þurftum því oftar en ekki annaðhvort að klifra yfir tré sem voru mér í axlarhæð eða að bæta við töluverðri leið um mýrlendi til þess að komast í kringum trén. Við sáum mikið af ummerkjum um birni á þessari leið og þurftum því að vera sífellt á varðbergi gagnvart þeim. Umhverfið og útsýnið ofan af stórum klettum og björgum er ólýsanlegt og oftar en ekki horfðum við yfir stór skóglendi og vötn. Þegar við loks komum þreytt og sæl að Ritchey lake að kvöldi sunnudagsins 30. ágúst þá skelltum við okkur öll í sund í vatninu fyrir matinn og þvoðum fötin okkar og lúna fætur. Fengum síðan dýrindis kvölderð sem samanstóð af hrísgrjónum, baunum og pasta með eplaböku í eftirrétt. Sáum bjór synda í vatninu og nutum sólarlagsins sem speglaðist í vatninu. Í þessum búðum hittum við par sem var að koma úr norður átt en var búið að gefast upp og ætlaði að snúa við næsta dag. Ætluðu þó að taka síðustu km í tveimur hollum og gisti á miðri leið.




Dagur 4:
Síðasta daginn okkar vöknuðum við fyrr en venjulega til þess að vera viss um að komast á leiðarenda fyrir myrkur. Því miður þá hafði ein úr hópnum veikst um nóttina og var líklega of þreytt eða með ofnæmi því hún var með mikla magaverki og hélt engu þurru. Hún vildi samt ólm leggja af stað og að loknum góðum morgunverði héldum við því öll af stað með bakpokana okkar. Eftir ekki nema 2 km þá var sú lasna farin að kasta upp öllu votu líka og var því orðin hætta á að hún myndi ofþorna. Við tókum því allt hennar dót auk tjaldanna tveggja og skiptum við því á milli þriggja af okkur svo nú þurftum við að ganga 14km leið með ca 40kg á bakinu. Sá fimmti í hópnum fór á undan að bílnum til að gera hann klárann. Eftir langa og hæga göngu að Hemenway Lake sem er ca. 1/3 af leiðinni, þá hittum við indælt fólk sem var með lyf á sér við magakveisu og eftir að hafa fengið það og góða hvíld þá leið þeirri lösnu mun betur. Hún gekk samt restina af leiðinni án alls farangurs og við bárum dótið alla leið að bílnum. Gangan eftir Hemenway Lake tók mun styttri tíma þar sem við gátum farið hraðar yfir. Þessi leið er afskaplega falleg þar sem hún liggur mikið meðfram Big Whiteshell Lake og eftir ströndinni. Síðustu 5 km voru þó erfiðir og hægfarnir þar sem þeir voru um moldar drullusvað og var gott að vera í vatnsheldum gönguskóm þá leiðina. Í moldinni var mjög mikið af ummerkjum um hin ýmsu dýr og var gaman að fylgjast með því. Okkur tókst, þrátt fyrir allar svaðilfarir og erfiðleika, að komast í bílinn rétt um sólarlag og þurftum við því ekki að ganga í myrkri, sem gæti verið hættulegt þar sem auðvelt er að týna slóðinni. Það voru því 5 þreyttir og sælir ferðalangar sem loksins komust á leiðarenda eftir 65km langa göngu að kvöldi mánudagsins 31. ágúst.

Fleiri myndir eru inni á Facebook. Munið eftir gestabókinni (comments) á eftir ensku útgáfunni!

ENGLISH VERSION:
Mantario route is a 65km long trail of White Shell natural area. On this site there are 35 lakes (less than 1.5km from the walking trail itself) and the area is indescribable beautiful. The walk goes through thick forests, swamps, cliffs and rocks. We hiked the route in 4 days and carried a backpack of 20kg each. 2 tents, 2 stoves (small), sleeping bags, mats, clothing and food as well as all first aid equipment which came in handy when the blisters and wounded legs began wore one out.

This is a region full of wildlife so we had to keep with us Bear spray and a gun with flares to scare away bears and wolves that could be on our way. Bear boxes which basically are locked steel boxes can be found app. 1km from each camp site. It is necessary to store all food, soap products, cosmetics, toothpaste and all such that give a smell of food in the bear boxes during night time. This may never be left in tents at night so bears do not attack. Toilet facilities are basically one seat with a hole app. 600m from the camp and washing facilities involve swimming in the water : o)
It is important during the hike to keep track on route signs as it is easy to get lost in the woods. At the same time one must monitor traces by dangerous wild animals, which we did not want to be meeting on the road.
The group consisted of 5 persons, Christine-Chantelle-Sam-Juan Carlos-Unnur Stella. The travel mates were great and we clicked well together and talked a lot both during walking and in the evening.

Day 1:
We drove from Winnipeg at 6 am in the morning. First we had to drive for 2.5 hours to the north end of the trail. There we left Sam’s car and drove all in one car for over an hour towards the south end of the trail. We left the car on the south end and began the walk at about 11 am on Friday, the 28th of August. This first day was a 19 km route to the first camp. This hike was quite good as it was mostly through dry forest and less rocky and areas. On the way we saw very recent traces by 2 bears, one large and one small. Moreover, we saw evidence of wolves, moose and deer. We however did not come across other animals than squirrels, birds and mice. We hiked over a few beaver damps and it is truly so, that they are just like the cartoons. The first camp we stayed in was at Marion Lake. This first night we were all tired and after a delicious dinner consisting of pasta soup and baked beans with blueberry “pudding” for dessert, we went to sleep. Some went swimming in the evening before sleeping, but others went swimming in the morning mist. We met one woman on the trail and one group of boys in the camp who had been walking since early in the morning and had reached the campsite just before us.


Day 2:
I and Chantelle started the day by swimming in Marion Lake in the morning sun. It was rather cold at first, but refreshing and great to bathe before starting the hike again. This time the hike was short, only 14 km, from Marion Lake to Moosehead Lake. There was more of rocks and swamp and the scenery was quite magnificent. Since the hike was shorter than the first day, we arrived to the second campsite long before sunset and were able to enjoy the evening. When the sun was about to sit down a bear appeared at the lake, not far from us. It was great to see a real black bear as I have never before seen a wild bear. That is, not in the Zoo. At this time of the year the bears are trying to eat as much as they can before they hibernate. Still they have not started feeding on grass, which they do just before hibernating, to prevent elevation.




Day 3:
The third day was the most intense one, but not the longest. After a morning bath in the Moosehead Lake morning mist and a nice breakfast we began our 16km hike to Ritchey Lake. This hike goes through very high areas and we therefore had to do much of climbing with heavy burdens on our backs. The forests were filled with big fallen trees on the trail. Therefore we often had to climb the trees that reached me in shoulder height or we had to add a considerable way to get around the fallen trees. We came across evidence of bears and had to be increasingly aware of them. The scenery and the view from large rocks and cliffs were indescribable, and often we had a view over the huge forest and many lakes. When we finally arrived, tired and happy, to Ritchey Lake in the evening on Sunday August the 30th we all jump in the lake before dinner and washed our clothes and tired feet. Then we had a delicious dinner, consisting of rice, beans and pasta with apple pie as dessert. We saw a beaver swimming in the water and enjoyed the sunset mirrored in the water before going to sleep. At this camp site we met one couple coming from the north. They had given up and were going to turn back the next day.




Day 4:
The final day we woke earlier than usual to be sure to reach the end of the trail before dark. Unfortunately, one in the group had fallen ill during the night and was probably too tired or had allergies or food poisoning. She still wanted to start the hike and following a good breakfast we all started hiking again with our backpacks. After only app. 2 km then the ill person was beginning to throw up and now there was a risk of dehydration. Three of us took all the extra gear and divided between us, so now we had to walk a 14km route with app. 40kg on the back. The fifth in the group went ahead to the car to prepare it for our arrival. After a long and slow hike to Hemenway Lake, which is app. 1/3 of the way, we meet nice people who had drugs to help against stomach ache. After intake and a good rest the remaining trail was much easier. We however carried all the gear for the rest of the trail. Hiking from Hemenway Lake took therefore a much shorter time as we could go faster. This route is extremely beautiful as it is much along the Big White Shell Lake and on the beach. The final 5 km were tough, however, and slow it was through swamps and mud. During this time it was very good to be wearing waterproof hiking boots. In all the mud we spotted many evidence of various animals. We were, despite all difficulties, able to get to the car just before the sunset and had not to walk in darkness. There were 5 tired, proud and happy travelers who eventually came on to the end of the 65km long walking in the evening of Monday August the 31st.